Færsluflokkur: Bloggar
9.12.2008 | 00:23
Stemning...!!
Ég hljóp þarna inn að sækja sjö ára son minn og þá voru 15 sek eftir af leiknum, sem svo endaði með framlengingu. Þvílík stemning og gaman að sjá allann þennan fjölda í íþróttahúsinu. Fann þá hvað var alltaf gaman þegar mætti á hvern leik þegar pabbi hans var að spila með Selfoss. Stemningin í kvöld var gífurleg og mér tókst að ná þeim stutta út áður en framlenging hófst, þó dauðlangaði mig að sjá endalokin en það var komin háttatími.
Það er alveg á hreinu að ég ætla að reyna að fara á næstu leiki er líka hálf skyldug til að fara fyrst lillinn minn er að æfa með 7. flokki og hann langar að sjá sem flesta leiki.
ÁFRAM SELFOSS............!!!
Selfoss í undanúrslit bikarkeppninnar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
2.12.2008 | 23:47
Helv skítafáviti
Já ég leyfi mér að vera stórorð. Það eru bara helv fífl og fávitar sem kýla lögreglumenn að störfum. Stillum þeim sem dirfast að ganga í skrokk á lögreglumönnum í gapastokk á Austurvelli og fáum að hýða þá.
HVAÐ EF ÞESSI SAMI ÖLVAÐI ÖKUMAÐUR HEFÐI KEYRT Á BARN... sem betur fer gerðist ekki í þessu tilfelli. Sem betur fer var ÞETTA %&%$$&%$# handtekið.
Ég er hlutdræg og því fæ ég ALLTAF sting í magann, kökk í hálsinn og tár í augun þegar les svona fréttir og hugsa hvort pabbi hafi verið á vaktinni eða brósi minn sem þó er stór og sterkur með sneggri viðbrögð en maður sem komin er yfir miðjan aldur. Ég skil ekki þessa vanvirðingu sem fjölmiðlar hafa ýtt undir gagnvart lögreglunni og ég vil ekki skilja hana því á meðan telst ég þokkalega heilbrigð í hugsun.
Sama fólk og ræðst að lögreglunni, sparkar í hana, hrækir, kýlir og niðurægir þarf kannski síðar á henni að halda, kannski ekki í dag en síðar meir, barnið þeirra í nauð, þeir sjálfir illa slasaðir, sama lögregla fyrst á slystað og þeir hótuðu að drepa eða skaða familiuna hans fyrir nokkrum árum, lögreglan sem reynir að veita fyrstu hjálp
Þetta skrifar löggudóttir og löggusystir sem elskar pabba sinn og bróðir og er hrædd um þá á hverri vakt nánast eins og þjóðfélagið er í dag. Hvenær kemur að því að eitthvað alvarlegt gerist? Vonandi aldrei en við búum ekki í paradís.
Fjölmiðlar eru sekir gagnvart því lögguhatri sem aukist hefur sl mánuði, sbr átökin við Rauðavatn og á Patreksfirði þar sem aðeins var talað um að lögreglan notaði meis.
Ég er reið og þá er best að fara að sofa.
Eigið góða nótt - allir nema lögregluhatarar, ég hata ykkur.
(Reyndar hata ég engan, ég lærði það fyrir nokkru síðan að það er vont að hata og vera reiður, það er nóg um það í kringum okkar líf í dag og því höfum við ákveðið ásamt sonum mínum að hata engan né vera reiður þó bornar séu á mann ósannindi og viðbjóðslegar lygar, biðjum fyrir öllu þessu fólki og fyrirgefum því sem lýgur upp á aðra til að reyna að sverta viðkomandi í annarra augum- við munum vera sigurvegarar að lokum, sem við í raun erum og því fer ég núna að kúra hjá kæró með ást, þakklæti og gleði í hjarta)
Ráðist á lögreglumann | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt 6.12.2008 kl. 19:43 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
23.11.2008 | 00:45
Mottó skrílsins
Skríllinn kallaði úðann yfir sig sjálf, brjótandi rúður og ráðast inn í fyrrverandi afgreiðsluinngang lögreglunnar. Við hverju bjuggust þau? Ætluðu þau að brjótast upp í fangageymslur og frelsa þann athyglissjúka?
Lögreglan reynir að stoppa skrílinn sem er að eyðileggja "fyrir hinum einu sönnu" mótmælendum. Er þetta ekki sama fólkið og klifraði upp í byggingakranana hjá Alcoa á Reyðarfirði og Kárahnjúkavirkjunum, lagðist fyrir framan vinnuvélar og hlekkjaði sig við vinnutæki... en fuku svo burt af Hellisheiðinni áður en ringdu í kaf. Ég bara spyr
Þau grey sem standa fyrir mestu skrílslátunum eru ekki að gera neitt fyrir þjóðina, þeirra mottó virðist vera að ráðast sem mest gegn lögreglu og grenja síðan af því að "löggan beitti valdaníðslu" og væla í fjölmiðlunum. Sem betur fer eru þetta bara örfáir einstaklingar.
Ég mæli með að sá athyglissjúki verði handtekin fyrir næstu mótmæli og fluttur upp á hálendið í gám frá Eimskip, þá flykkist skríllinn þangað og við hin þessi normal getum mótmælt málefnanlega og í friði.
Mótmæli við lögreglustöðina | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
22.11.2008 | 23:56
Best geymdur innanrimla!!
Er þessi maður ekki hluti af Saving Iceland genginu? sá sami og klifraði upp í byggingakranana hjá Alcoa á Reyðarfirði og Kárahnjúkavirkjunum... sem fuku svo burt af Hellisheiðinni áður en ringdu í kaf. Ég bara spyr
Stoppum skrílinn sem er að eyðileggja "fyrir hinum einu sönnu" mótmælendum.
Fanganum sleppt | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt 23.11.2008 kl. 00:01 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
18.11.2008 | 20:18
Óásættanlegt!!!
Ég hreinlega neita að trúa að hæstiréttur hafi hafnað kröfu sýslumanns. Þeir bera fyrir sig ákvæði stjórnarskrár um friðhelgi einkalífs, heimilis og fjölskyldu. Ég tel að lífi okkar allra sem ferðumst þennan veg reglulega svo og einkalífi, heimili og fjölskyldum okkar hafa verið stefnt í mikla hættu við þetta atvik. Það er óásættanlegt.
Þetta er sem og annað sem er að gerast á þessu landi þessa dagana, þ.e langt fyrir ofan minn skilning
Fá ekki upplýsingar um GSM-síma | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
17.11.2008 | 16:39
Eivör
Þátturinn hjá Ragnhildi Steinunni sl laugardagskvöld var með þeim betri, en þar var Evör Pálsdóttir gestur hennar. Hún söng m.a lag sem ég get ekki hætt að hlusta á, það heitir mín móðir, en í því syngur hún um Færeyja sitt heimaland.
Mín móðir hon er sum ein drotning Hon er sum tað vakrasta lag Mín móðir hon er sum ein blóma Hon er sum eitt livandi træ
Mín móðir er heim mítt kæra Mín móðir mítt tryggasta stað Mín móðir er bjartasta glæman Hon lýsir mær døkkan veg
Mín móðir er sterkasta hondin Trygt heim aftur leiðir hon meg Mín móðir hjá tær eg standi Í hjartanum goymi eg teg |
Bloggar | Breytt 18.11.2008 kl. 20:21 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
10.11.2008 | 00:23
:-) www.gillz.is
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
2.11.2008 | 12:37
Dagurinn!
Eftirfarandi er af síðu Kristbjargar Kristmundsdóttur http://www.kristbjorg.is/islenskt/kristbjorg/Kristbjorg.htm
Hamingjan er hugarástand
Dagurinn í dag gefur frábært tækifæri til að lifa í núinu, til að vera hamingjusöm og sátt með lífið eins og það er núna. Raunveruleg hamingja kemur innan frá, hún kemur frá Guði og hefur ekkert að gera með umhverfið okkar. Hættum að hengja líðan okkar á annað fólk, kringumstæður, fjármálin okkar eða samfélagið sem við búum í. Við höfum valið um að lifa í gleðinni og hamingjunni á hverjum degi.
Megir þú eiga frábæran dag í dag
Kristbjörg
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
24.10.2008 | 12:52
Afmælisdagur!
Ég vil óska yndislega Ævari brósa mínum til hamingju með daginn og einnig Önnu Júlíu vinkonu minni. Vonandi eiga þau frábæran afmælisdag!
Og svo vil ég óska nýju "frænku" minni henni Emilíu innilegar hamingjuóskir með 14 ára afmælið í dag.
Kakan er tileinkuð bróður mínum
Knús! Sp
Bloggar | Breytt s.d. kl. 13:25 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
22.10.2008 | 13:11
Sælir eru fátækir!
Sparnaður hefur ekki alltaf verið lausnin á öllum heimsins vandamálum eins og sumt fólk hefur látið frá sér fara. Enda súpa margir seyðið af því þessa dagana að hafa ekki dreift áhættu á fleiri staði eða hreinlega sett sparifé inn á vaxtareikninga sem hafa nú alltaf talist öruggir. Ég vildi ekki vera í þeirra sporum sem hafa verið að ráðleggja fólki með sparifé sitt, hvort sem er bankastarfsmenn, ráðgjafar eða ráðleggingar frá fjölskyldumeðlimum með að "spara - spara - spara" þegar afleiðingar þess eru að fólk er búið að tapa ævisparnaði sínum, lífeyrissjóðsgreiðslum og fleiru sem hefur tekið af launum sínum í mörg ár og fólk hefur bundið vissar vonir, drauma og væntingar við.
Minn pínulitli sparnaður er nú bara inn á bók, ég hef hreinlega ekki efni á því að spara eins og er. Það má líka njóta lífsins í dag, þó gott sé að sýna fyrirhyggju þá má hún ekki leiðast út í græðgi eins og hjá svo mörgum. Ég veit ekki hvort ég eigi eftir að vera hamingjusamari á mínu ævikvöldi þó ætti 50 - 100 milljónir í bankanum. Hver segir svo að maður lifi nokkuð svo lengi.
Hvað svo? fólk deyr og erfingjar sitja eins og hrægammar og rífast um hvern aur, en enginn vill fá gamla innbúið, það passar ekki inn á flotta, fallega heimili barnanna sem þau hafa kostað fleiri tuga milljóna að endurhanna með aðstoð rándýrra arkitekta. Endirinn er því miður oft sá að börnin talast ekki við það sem eftir er. Margur verður að aurum api.
Ég segi bara... SÆLIR ERU FÁTÆKIR. ég er fátæk kona af veraldlegum eignum en ég á þrjá yndislega, hrausta, klára og skemmtilega stráka og þrjá frændur sem þykir óendanlega vænt um. Það eru ekki allir svo heppnir að hafa fengið þeirra gleði og hamingju að njóta að ganga með og ala barn. Heldur er það ekki sjálfgefið að eignast heilbrigt barn né að þau lifi okkur foreldrana. Margir hafa líka kosið að njóta veraldlegrar hamingju í staðinn eða "óvart" leiðst inn á þá braut af afleiðingum sinna og/eða annarra. Sumt fólk hefur ekki einu sinni kynnst þeirri tilfinningu að elska og vera elskaður, það er fátækt.
Reyndar er ég mjög opin og tilfinningarík manneskja og má ekkert aumt sjá, vil ekki hafa nein leiðindi og læti í kringum mig og vill að öllum líði sem best og séu sáttir. Það hefur frekar háð mér að geta ekki sagt nei og vera alltaf boðin og búin að rétta fram hjálparhönd en það dugar ekki til stundum, það þarf tvo til. Kannski er minn helsti galli sá að ég er fljót upp en þar kemur á móti að ég er jafn fljót niður aftur og vill ræða það sem uppá kom, fyrirgefa og vera fyrirgefið. Ég er alveg manneskja til að viðurkenna mistök mín og reyna að taka á þeim þau ef þess þarf, það veit minn nánasti.
Langar að segja svo margt fleira en það er ekki við hæfi á opinberum miðli.
Fékk þessa vísu senda í tölvupósti, á helv vel við marga sem ég þekki.
Gulli og perlum að safna sér,
sumir endalaust reyna,
vita ekki að vináttan er,
verðmætust eðalsteina.
Gull á ég ekki að gefa þér
og gimsteina ekki neina.
En viltu muna að vináttan er
verðmætust eðalsteina.
Höf: Hjálmar Freysteinsson, lækni og hagyrðing á Akureyri.
Eigið góðan dag!!
sp
Bloggar | Breytt s.d. kl. 13:14 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Eldri færslur
- Júlí 2011
- Október 2010
- Apríl 2010
- Júní 2009
- Apríl 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007