Leita í fréttum mbl.is

Óásættanlegt!!!

Ég hreinlega neita að trúa að hæstiréttur hafi hafnað kröfu sýslumanns. Þeir bera fyrir sig ákvæði stjórnarskrár um friðhelgi einkalífs, heimilis og fjölskyldu. Ég tel að lífi okkar allra sem ferðumst þennan veg reglulega svo og einkalífi, heimili og fjölskyldum okkar hafa verið stefnt í mikla hættu við þetta atvik. Það er óásættanlegt.

Þetta er sem og annað sem er að gerast á þessu landi þessa dagana, þ.e langt fyrir ofan minn skilning Angry


mbl.is Fá ekki upplýsingar um GSM-síma
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Janus

...alveg hjartanlega sammála þér. Maður sem keyrir á 212 hraða á klukkustund og þar að auki að tala í símann ætti að sitja inni.

Auðvitað á að beita öllum brögðum til að ná svona vitleysingjum og loka þá inni....!

Þetta er alveg jafn hættulegt og að skjóta af byssu út í loftið!!!

Janus, 18.11.2008 kl. 21:22

2 Smámynd: Solveig Pálmadóttir

Já og fyrir utan það þá eru þetta fáránleg rök... sýslumaður og hans undirmenn eru bundnir þagnaðareið og við hverju er hæstiréttur að búast? að þeir birti opinberlega hverjir voru á ferðinni? Hæstiréttur er að leggja stein í götu embættisins og gera þeim vinnuna erfiðari með því að hafna þessu. Í raun er mitt álit að hæstiréttur er að niðurlægja og vanvirða störf sýslumanns og lögreglumanna sem ber skylda að leysa þetta mál.

Solveig Pálmadóttir, 19.11.2008 kl. 00:32

3 identicon

Þetta mál snýst ekki um þennan tiltekna ökumann heldur alla hina sem voru þarna

Ef dómurinn hefði fallið á annan veg hefði það skapað hættulegt fordæmi fyrir seinni dóma

Fók verður að gera sér grein fyrir því að dómar hæstaréttar hafa fordæmisgildi sem lög væru og geta ekki tekið ákvarðanir byggðar á hentisemi hvers máls fyrir sig

Kristmann (IP-tala skráð) 19.11.2008 kl. 03:18

4 identicon

Ég vill nú bara benda á það að stjórnarskráin er það sem á að vernda okkur borgarana fyrir ofríki ríkisvaldsins og að hún er æðsta réttarheimildin í því réttarríki sem að við búum í...að víkja frá henni er eitthvað sem að Hæstiréttur getur ekki gert. Sýslumaður vildi ekki bara fá gögn úr einum farsíma heldur öllum símum á ákveðnu tímabili sem að hreinlega getur ekki verið ásættanlegt. Viljum við að stjórnvöld hafi aðgang að okkar persónulegu símtölum hvenær sem þeim sýnist...? Þó ég geri mér grein fyrir alvarleika málsins getur ekki verið réttlætanlegt að stjórnvöld geti svipt okkur þeim grundvallar mannréttindum að hafa rétt á friðhelgi einkalífs, sem að  71. greinin á einmitt að vernda, með því að fá aðgang að þessum gögnum. Ef að Hæstiréttir hefði gefið heimild fyrir þessu hefði hann sett mjög hættulegt fordæmi fyrir komandi mál.

Margeirv (IP-tala skráð) 19.11.2008 kl. 03:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Solveig Pálmadóttir
Solveig Pálmadóttir
Business-legally-blond og rekur ferðaþjónustufyrirtækið Óbyggðaferðir ehf ásamt Unnari Garðarssyni. Viðskiptalögfræðingur frá Háskólanum á Bifröst 2006. Einnig hárgreiðslumeistari og þriggja/fjögurra stráka móðir og hundaeigandi.

249 dagar til jóla

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband