Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, desember 2008

o vs ó

Tölvupóstur sem ég fékk í morgun, ég er greinilega stórsvindlari sem kem ekki fram undir réttu nafni Bandit

Ágæti bloggari.
Nafnið sem þú gefur upp á blogginu þínu er ekki það sem sama og skráð er í Þjóðskrá. Í henni er skráð nafnið Sólveig Pálmadóttir. Vegna þeirra breytinga sem fyrirhugaðar eru um áramótin á blog.is getur þú því ekki bloggað um fréttir mbl.is nema að þetta nafn sé birt sem nafn ábyrgðarmanns á blogginu þínu. Auk þess birtast bloggfærslur ekki á forsíðu blog.is nema nafnið sér birt.
Ef ábyrgðarmaður er birtur, má sjá hann með því að smella á mynd af höfundi, sem alla jafna má finna í dálkinum Um höfundinn á bloggi viðkomandi.
Smelltu hér til að birta Sólveig Pálmadóttir sem ábyrgðarmann bloggsins þíns.
Ábyrgðarmann má einnig birta og fela að vild efst á síðunni Stjórnborð --> Stillingar --> Um höfund. Rétt er að ítreka að sé ábyrgðarmaður ekki birtur getur þú hvorki bloggað um fréttir né birtast bloggfærslur þínar á forsíðu blog.is.
Kveðja, blog.is


Stemning...!!

Ég hljóp þarna inn að sækja sjö ára son minn og þá voru 15 sek eftir af leiknum, sem svo endaði með framlengingu. Þvílík stemning og gaman að sjá allann þennan fjölda í íþróttahúsinu. Fann þá hvað var alltaf gaman þegar mætti á hvern leik þegar pabbi hans var að spila með Selfoss. Stemningin í kvöld var gífurleg og mér tókst að ná þeim stutta út áður en framlenging hófst, þó dauðlangaði mig að sjá endalokin Wizard en það var komin háttatími.

Það er alveg á hreinu að ég ætla að reyna að fara á næstu leiki Cool er líka hálf skyldug til að fara fyrst lillinn minn er að æfa með 7. flokki Grin og hann langar að sjá sem flesta leiki.

 

ÁFRAM SELFOSS............!!!


mbl.is Selfoss í undanúrslit bikarkeppninnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Helv skítafáviti

Já ég leyfi mér að vera stórorð. Það eru bara helv fífl og fávitar sem kýla lögreglumenn að störfum. Stillum þeim sem dirfast að ganga í skrokk á lögreglumönnum í gapastokk á Austurvelli og fáum að hýða þá.

HVAÐ EF ÞESSI SAMI ÖLVAÐI ÖKUMAÐUR HEFÐI KEYRT Á BARN... sem betur fer gerðist ekki í þessu tilfelli. Sem betur fer var ÞETTA %&%$$&%$# handtekið.

Ég er hlutdræg og því fæ ég ALLTAF sting í magann, kökk í hálsinn og tár í augun þegar les svona fréttir og hugsa hvort pabbi hafi verið á vaktinni eða brósi minn sem þó er stór og sterkur með sneggri viðbrögð en maður sem komin er yfir miðjan aldur. Ég skil ekki þessa vanvirðingu sem fjölmiðlar hafa ýtt undir gagnvart lögreglunni og ég vil ekki skilja hana því á meðan telst ég þokkalega heilbrigð í hugsun.

Sama fólk og ræðst að lögreglunni, sparkar í hana, hrækir, kýlir og niðurægir þarf kannski síðar á henni að halda, kannski ekki í dag en síðar meir, barnið þeirra í nauð, þeir sjálfir illa slasaðir, sama lögregla fyrst á slystað og þeir hótuðu að drepa eða skaða familiuna hans fyrir nokkrum árum, lögreglan sem reynir að veita fyrstu hjálp 

Þetta skrifar löggudóttir og löggusystir sem elskar pabba sinn og bróðir og er hrædd um þá á hverri vakt nánast eins og þjóðfélagið er í dag. Hvenær kemur að því að eitthvað alvarlegt gerist? Vonandi aldrei en við búum ekki í paradís.

Fjölmiðlar eru sekir gagnvart því lögguhatri sem aukist hefur sl mánuði, sbr átökin við Rauðavatn og á Patreksfirði þar sem aðeins var talað um að lögreglan notaði meis.

Ég er reið og þá er best að fara að sofa.

Eigið góða nótt - allir nema lögregluhatarar, ég hata ykkur. Devil

 

(Reyndar hata ég engan, ég lærði það fyrir nokkru síðan að það er vont að hata og vera reiður, það er nóg um það í kringum okkar líf í dag og því höfum við ákveðið ásamt sonum mínum að hata engan né vera reiður þó bornar séu á mann ósannindi og viðbjóðslegar lygar, biðjum fyrir öllu þessu fólki og fyrirgefum því sem lýgur upp á aðra til að reyna að sverta viðkomandi í annarra augum-  við munum vera sigurvegarar að lokum, sem við í raun erum og því fer ég núna að kúra hjá kæróInLove með ást, þakklæti og gleði í hjarta)Heart


mbl.is Ráðist á lögreglumann
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Höfundur

Solveig Pálmadóttir
Solveig Pálmadóttir
Business-legally-blond og rekur ferðaþjónustufyrirtækið Óbyggðaferðir ehf ásamt Unnari Garðarssyni. Viðskiptalögfræðingur frá Háskólanum á Bifröst 2006. Einnig hárgreiðslumeistari og þriggja/fjögurra stráka móðir og hundaeigandi.

243 dagar til jóla

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband