Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, október 2007

Tré!

Ég tók mér það bessaleyfi að "stela" færslu af eftirfarandi síðu www.jax.blog.is því mér finnst þetta algjör snilld. Ég vona að mér verði fyrirgefið. En mig langar að benda á þessa síðu hans Jóns Axels því það er virkilega gaman að lesa hana.

tree-winter

Smiðurinn sem ég réð til að hjálpa mér að gera upp gamalt sveitabýli, hafði nýlokið erfiðum fyrsta degi í vinnunni.  Hann var klukkutíma of seinn í vinnuna vegna þess að það sprakk dekk á bílnum, rafmagnssögin hans gafst upp, og nú neitaði forni pallbíllinn hans að fara í gang. Meðan ég keyrði hann heim, sat hann við hlið mér í steingerfðri þögn.

Þegar við vorum komnir, bauð hann mér inn til að hitta fjölskylduna. Þar sem við gengum að útidyrunum, stoppaði hann stuttlega við lítið tré og snerti trjágreinarnar með báðum höndum.Eftir að hann opnaði hurðina, varð á honum undursamleg breyting. Sólbrúnt andlit hans rifnaði í brosi og hann faðmaði börnin sín tvö og kyssti konuna sína.  Seinna gekk hann með mér að bílnum mínum. Við gengum framhjá trénu og forvitnin náði tökum á mér. 

Ég spurði hann um það sem ég hafði séð hann gera fyrr um kvöldið. "Æ, þetta er vandamálatréð mitt," svaraði hann.  "Ég veit að ég kemst ekki hjá vandamálum í vinnunni, en það er eitt sem víst er, að þau eiga ekki heima á heimili mínu hjá konu minni og börnum.

Þannig að ég hengi þau á tréð þegar ég kem heim á kvöldin. Síðan tek ég þau aftur af trénu á morgnana." "Það skrýtna er," sagði hann og brosti,  "að þegar ég kem út á morgnana og tek þau upp, þá eru þau ekki næstum eins mörg og mig minnti að ég hefði hengt upp kvöldið áður."

Ókunnur höfundur

 

p.s ég ætla að biðja GK að gróðursetja tré í innkeyrslunni heima Whistling ég held reyndar að ég þurfi ekki að óska eftir því, bara leyfi honum að lesa þessa sögu það dugar örugglega. Gott ef hann gróðursetur ekki heilan skóg InLove þessi elska.


Þrítuga "kerlingu"??

Ef kona telst vera kerling þrítug, hvað er ég þá fjörtíu og eins, eða mamma eða amma Shocking

Jahérna hér Whistling

Að öðru leiti ætla ég ekki að tjá mig um niðustöðu héraðsdóms, því fæst orð bera minnsta ábyrgð. En þökk sé Kompás mönnum að barnaníðingar og perrar geta aldrei verið öruggir með hvern þeir eru að tala við.

Jú ég verð aðeins að tjá mig, ég er ekki að kaupa þessa fullyrðingu að einum þeirra hafi verið ljóst að hann ætti í samskiptum við eldri manneskju en 13 ára. Hvað var hann þá að gera á staðinn spyr ég nú bara..... Bandit Mér finnst verjendur stundum leggjast ansi lágt, en það er víst þeirra starf m.aWoundering 

 


mbl.is Verjandi: Það hefði ekki verið hægt að sakfella þó að tálbeita væri lögleg
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Pamela Anderson !!

Ætli stúlkubarnið fái ekki nafnið Pamela Anderson Whistling hann þóttist svo ægilega ástfangin af henni í Borat. LoL

Annars var ég að kaupa myndina um daginn handa "betri" helmingnum og kostaði hún alveg 499 í BT, ég bjóst nú við hærra verði Woundering samt ekki...


mbl.is Borat orðinn pabbi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ritstífla á háu!!

Jiidúddamía!.. hvern hefði grunað að ég yrði stopp, af öllum. Ég sem verð aldrei kjaftstopp, en hef sl mánuði þjáðst af ritstíflu á háu stigi... ætli sé hægt að fá einhverskonar Microlax við þessu? Nei ég bara spyr.

Ligg heima með helv hausverk og hrikalega flökurt, að drepast úr samviskubiti að geta ekki mætt í vinnuna, kannski væri bara best að mæta því áhyggjurnar yir því að liggja heima auka held ég bara verkinn. Er nú samt að vinna smá, stalst til að taka með mér smá gögn á föstudaginn sem ég ætlaði að flýta fyrir og vinna um helgina en tókst ekki að klára, get kannski gert það hér uppí rúmi undir sæng ErrmCool svo hringi ég kannski og læt senda mér meira. Allavega ætla ég ekki að þrífa hér heima eins og ég gerði einu sinni og lá bara lengur fyrir vikið.

GK sem er by the way kærastinn er að lesa the secret, ég er að bíða eftir að hann klári hana svo ég geti byrjað.. en ég held samt að ég þurfi ekki að lesa hana, því hann er sífelt að lesa uppúr henni fyrir mig og þá á ég að "hlusta vel og íhuga það sem hann les" Shocking hann er alltaf að bauna einhverju á mig en það versta er að ég tek þetta alltaf til mín en hann má alls ekki vita það..Whistling 

Þá er fyrsta skólaárið hafið hjá Hrafninum, þeim yngsta, ég vil trúa því að "fall sé fararheill" en upphafið af hans skólagöngu sé ekki smjörþefurinn af því sem koma skal. Hann fór nefnilega þrisvar til skólastjórans fyrstu vikuna.. -like father, like son- Halo svo er hann að læra breikdans hjá Natöshu og æfa handbolta tvisvar í viku.

Millistykkið mitt er komin í 8.bekk og búin að útbúa gestalistann fyrir fermingu, við erum búin að ákveða litinn sem verður á kertum og ýmsum fylgihlutum, GK og föður mínum til mikillar hneykslunar. Þeir taka ekki gild rökin að sé gott að safna yfir veturinn og kaupa smátt og smátt skraut og ýmsa hluti til veislunnar en ekki að setja sig á hausinn í byrjun maí Wink Annars fer fermingafræðslan fram hér á Selfossi en hann mun svo fermast í Skarðskirkju þann 4.maí. Nú er hugur hans allur í Mótorsmiðjunni sem hann fer í tvisvar í viku á Stokkseyri og einnig er hann í einhverju Dj ráði, sem þarf að funda einu sinni í viku og svo er hann í skátunum. Til að útskýra hvað þessi fyrirbæri eru þá er Mótorsmiðjan einhverskonar verkstæði held ég þar sem þeir geyma allskonar skellinöðrur, krossara og hjól...þar eru þeir að grúska í þessu í 6 klst á  viku, farið er með rútu frá féló. Dj-ráðið er þannig að hann er að spila þegar böll eða diskótek eru í féló. Skátarnir útskýra sig sjálfir en miðað við að heimasíða hans deildar er læst með aðgangsorði þá hef ég nú grun um að eitthvað annað fari þar fram en að syngja skátasöngva og læra að hnýta skátahnúta WhistlingGrin 

Af mér er það að segja að ég er byrjuð í jóga Cool þvílík snilld sem það er. Síðasta vikan er að byrja núna og vona ég svo innilega að verði framhald á því. Ég ætla líka að kaupa mér DVD jógadisk og tvær dýnur, já ég sagði tvær því ég ætla að láta Hrafninn minn litla æfa með mér, hann er búin að vera að suða um það. Mér finnst of lítið að vera tvisvar í viku og stundum hef ég bara komist einu sinni. Fínt að gera þetta um helgar þegar allir eru sofandi og virkum dögum. Jógaiðkun mín mun ekki vera til sýnis fyrir GK og millistykkið mitt hann Nizza því ég á undir högg að sækja (hvað sem það nú þýðir, fannst það bara passa svo flott hér inn) þeir standa nefnilega alltaf saman á móti mér og stríða mér út í eitt, en sá yngsti er nú góður í að verja mömmuna og stendur alltaf með mér. Þó sumir haldi að það sé jöfn skipting þá gleymdi ég að taka það fram að Cobra (the dog) er alltaf með GK í liði, sama hvað er. Shocking

Jiii ég sagðist ætla að fara að vinna og þá er um að gera að byrja á því verkefni. Er nefnilega nýkomin á stjórnsýslusvið og margt og mikið að gerast áhugavert, þó sé ekki meira sagt. Ætla að taka aðra Parkodín, liggja smá og síðan setjast við vinnuskriftir.

Helvítis hausverkur CryingSick

Knús Sp

p.s vona að ég hafi dottið í gang núna Wizard

 


Höfundur

Solveig Pálmadóttir
Solveig Pálmadóttir
Business-legally-blond og rekur ferðaþjónustufyrirtækið Óbyggðaferðir ehf ásamt Unnari Garðarssyni. Viðskiptalögfræðingur frá Háskólanum á Bifröst 2006. Einnig hárgreiðslumeistari og þriggja/fjögurra stráka móðir og hundaeigandi.

270 dagar til jóla

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband