23.11.2008 | 00:45
Mottó skrílsins
Skríllinn kallaði úðann yfir sig sjálf, brjótandi rúður og ráðast inn í fyrrverandi afgreiðsluinngang lögreglunnar. Við hverju bjuggust þau? Ætluðu þau að brjótast upp í fangageymslur og frelsa þann athyglissjúka?
Lögreglan reynir að stoppa skrílinn sem er að eyðileggja "fyrir hinum einu sönnu" mótmælendum. Er þetta ekki sama fólkið og klifraði upp í byggingakranana hjá Alcoa á Reyðarfirði og Kárahnjúkavirkjunum, lagðist fyrir framan vinnuvélar og hlekkjaði sig við vinnutæki... en fuku svo burt af Hellisheiðinni áður en ringdu í kaf. Ég bara spyr
Þau grey sem standa fyrir mestu skrílslátunum eru ekki að gera neitt fyrir þjóðina, þeirra mottó virðist vera að ráðast sem mest gegn lögreglu og grenja síðan af því að "löggan beitti valdaníðslu" og væla í fjölmiðlunum. Sem betur fer eru þetta bara örfáir einstaklingar.
Ég mæli með að sá athyglissjúki verði handtekin fyrir næstu mótmæli og fluttur upp á hálendið í gám frá Eimskip, þá flykkist skríllinn þangað og við hin þessi normal getum mótmælt málefnanlega og í friði.
Mótmæli við lögreglustöðina | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Eldri færslur
- Júlí 2011
- Október 2010
- Apríl 2010
- Júní 2009
- Apríl 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
33 dagar til jóla
Tónlistarspilari
Myndaalbúm
Af mbl.is
Fólk
- Herra Hnetusmjör fagnar átta árum edrú
- Katrín prinsessa laumaðist á fund í Windsor-kastala
- Endurgerði þekkt kvikmyndaveggspjald buxnalaus
- Liam Payne borinn til grafar
- Elton John mætti allnokkrum kílóum léttari
- Fyrrverandi Playboy-kanína fær ekki aðgang að stefnumótaforriti
- Jarðarför Liams Payne í dag
- Vaknar grátandi af söknuði um miðjar nætur
- Náði botninum við dánarbeð ömmu sinnar
- Aldís Amah með hlutverk í Hallmark-jólamynd
Athugasemdir
400-500 manns eru ekki örfáir einstaklingar......
Bara Steini, 23.11.2008 kl. 00:55
Hvað telur þú marga hafa verið stadda þarna fyrir forvitnissakir eða bara átt leið hjá, ég veit um nokkra. Hvað voru margir sem espuðust upp og brutu rúður og fóru inn? Það voru ekki 4-500 manns. Enda er ekkert að marka þær tölur sem birtast í fjölmiðlum sem fannst það vera aðalfrétt dagsins þessi aumkunarverðu mótmæli við lögreglustöðina þegar fólk var á göngu á leið heim til sín, en ekki þau 7000 sem stóðu fyrir hinum einu sönnu mótmælum. Skríllinn telur örfáa sem telja sig til anarkisma. Mótmæla bara til að mótmæla, ekki af hugsjón heldur athyglissýki, svo ég taki undir orð Baldurs sem kommentaði á síðustu færslu.
Solveig Pálmadóttir, 23.11.2008 kl. 01:10
Nákvæmlega sama með austurvöll..... Nokkrir grýttu alþingi ekki allir....
Fjöldinn var samt svona mikill.
Bara Steini, 23.11.2008 kl. 01:11
Sýnir bara hvað mótmælendur kynna sér málin vel áður en þeir æða af stað með skilti niður í bæ...
Viðar Freyr Guðmundsson, 23.11.2008 kl. 03:37
Fullkomlega sammála Sólveig
Pétur Marel Gestsson (IP-tala skráð) 23.11.2008 kl. 04:40
Þetta var einmitt fólk að mótmæla af hugsjón. Það er svo slæmt að fólk afskrifi náttúruverndarsinna og anarkista sem athyglissjúklinga. Það sást best á viðtalinu sem tekið var við mótmælandann þegar honum var sleppt úr haldi að hann var alls ekkert athyglissjúkur og vildi frekar að fólk eyddi orku sinni í að berjast fyrir byltingu heldur en hann. Þú þarft að kynna þér málið betur.
http://mbl.is/mm/frettir/innlent/2008/11/23/var_ekki_latinn_vita/
http://mbl.is/mm/frettir/innlent/2008/11/23/engin_lagaheimild_fyrir_handtoku/
Og þeir sem stóðu fyrir utan á meðan sumir ruddust inn hrópuðu samt áfram og studdu þá, það voru að minnsta kosti 400-500 manns sem tóku þátt. Þetta voru vissulega ófriðsamleg mótmæli, en þau virkuðu. Ekki vera hrædd við róttækni, það er slæmt að vera dofinn og "normal".
Guðrún (IP-tala skráð) 24.11.2008 kl. 18:05
Sem betur fer man ég ekki eftir því að hafa nokkurn tímann verið talin "normal" og dofin hef ég nú aldrei verið, nema síður sé.. kannski frekar háð mér að vera vakandi og með athyglina í ofurlagi
Stærsti hluti þessa 400 manns sem stoppuðu við lögreglustöðina átti leið framhjá á heimleið
Eigðu góðan og friðsaman dag framundan Guðrún, það ætla ég að gera
Solveig Pálmadóttir, 24.11.2008 kl. 22:17
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.