22.2.2007 | 01:13
Öskudags"gleði" á Selfossi
Ég get ekki orða bundist sem móðir og fyrrum atvinnurekandi.
Klukkan rúmlega 11 í morgun átti ég leið um Austurveg og Eyrarveg, það gladdi mig að horfa á börn bæjarins í allkonar múnderingum sem greinilega sum hver hafa lagt mikið kapp við að hanna og útbúa. Sjálfsagt hafa margir foreldrar lagt hönd á plóg til að gera þennan dag skemmtilegan og eftirminnilegan fyrir börnin sín áður en haldið var út í kuldann til að syngja og safna sælgæti og ýmsu öðru sem boðið var uppá.
Skyndilega fékk ég sting í magann þar sem hópur barna stóð fyrir utan ónefnda verslun á Austurveginum, greinilega að velta því fyrir sér hvort þau ættu að fara inn. Þá sá ég hvað olli þessu því á blaðsnepli í glugganum stóð stórum stöfum "ALLT NAMMI BÚIÐ".
Ég sem móðir fylltist reiði og gremju vitandi af syni mínum með vinum sínum, ásamt flestum öðrum ungum íbúum bæjarins, úti í þessum skítakulda, búin að hafa mikið fyrir því að klæða sig upp og hlakka til dagsins í dag. Ég ákvað að keyra aðeins um og skoða hvort fleiri fyrirtæki gerðu slíkt hið sama og eftir því sem fleiri fyrirtæki ég sá, jókst hneykslan mín.
Ég sem VIÐSKIPTAVINUR, íbúi og í fyrsta lagi móðir hér á Selfossi skora hér með á fyrirtæki þau sem settu upp miða að láta af þessum "ósið". Ég vil ekki að komið sé svona fram við börn með þessum hætti, okkur ber að virða þau og þeirra verk. Þau eru jú okkar framtíð.
Ég hvet verslunareigendur til að hugsa sinn gang og líta til baka og minnast þess þegar þeir voru börn. Sýnið samstöðu og þolinmæði þennan eina dag ársins og verslið það mikið af verðlaunum að engu barni þurfi frá að vísa.
Komdu fram við náungann eins og vilt að hann komi fram við þig.
Með vinsemd
Klukkan rúmlega 11 í morgun átti ég leið um Austurveg og Eyrarveg, það gladdi mig að horfa á börn bæjarins í allkonar múnderingum sem greinilega sum hver hafa lagt mikið kapp við að hanna og útbúa. Sjálfsagt hafa margir foreldrar lagt hönd á plóg til að gera þennan dag skemmtilegan og eftirminnilegan fyrir börnin sín áður en haldið var út í kuldann til að syngja og safna sælgæti og ýmsu öðru sem boðið var uppá.
Skyndilega fékk ég sting í magann þar sem hópur barna stóð fyrir utan ónefnda verslun á Austurveginum, greinilega að velta því fyrir sér hvort þau ættu að fara inn. Þá sá ég hvað olli þessu því á blaðsnepli í glugganum stóð stórum stöfum "ALLT NAMMI BÚIÐ".
Ég sem móðir fylltist reiði og gremju vitandi af syni mínum með vinum sínum, ásamt flestum öðrum ungum íbúum bæjarins, úti í þessum skítakulda, búin að hafa mikið fyrir því að klæða sig upp og hlakka til dagsins í dag. Ég ákvað að keyra aðeins um og skoða hvort fleiri fyrirtæki gerðu slíkt hið sama og eftir því sem fleiri fyrirtæki ég sá, jókst hneykslan mín.
Ég sem VIÐSKIPTAVINUR, íbúi og í fyrsta lagi móðir hér á Selfossi skora hér með á fyrirtæki þau sem settu upp miða að láta af þessum "ósið". Ég vil ekki að komið sé svona fram við börn með þessum hætti, okkur ber að virða þau og þeirra verk. Þau eru jú okkar framtíð.
Ég hvet verslunareigendur til að hugsa sinn gang og líta til baka og minnast þess þegar þeir voru börn. Sýnið samstöðu og þolinmæði þennan eina dag ársins og verslið það mikið af verðlaunum að engu barni þurfi frá að vísa.
Komdu fram við náungann eins og vilt að hann komi fram við þig.
Með vinsemd
Eldri færslur
- Júlí 2011
- Október 2010
- Apríl 2010
- Júní 2009
- Apríl 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.