28.2.2007 | 21:23
skrítið!! not!!
Það þurfti enga lækna á Promises-stofnuninni í Malibu til að sjúkdómsgreina hana, maður var búin að sjá þetta fyrir löngu.
En tvíhverf lyndisröskun... ég Þurfti að googla til að finna út hvaða fyrirbæri sá sjúkdómur er og samt er ég ekkert viss um að ég skilji hvernig hann virkar.
Sofið rótt
Læknar telja Britneyju haldna fæðingarþunglyndi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
28.2.2007 | 01:04
Ekki sami hópur!!
Ég skil nú bara ekki af hverju verið er að setja aldraða og öryrkja í sama flokk. Þetta er gjörólíkur þjóðfélagshópar með sitthvora þjónustuþörf að mörgu leiti.
Barátta þessara tveggja hópa snýst um svo mikið meir en kjör, þó báðir eigi það augljóslega sameiginlegt að vilja leiðrétta kjör og aðbúnað lífeyrisþega á landinu eins og fram kemur í stefnu framboðsins, enda ekki vanþörf á. Þá tel ég þetta ekki vera réttu leiðina til að vekja athygli á málsstað sínum.
Geri ég alls ekki lítið úr þeirra áherslum en mín skoðun er sú að þeir eigi alls ekki að standa í framboði saman, einir og sér. Þessir hópar eiga að vinna af krafti innan stjórnmálaflokkanna. Má meðal annars nefna að Samfylkingin ásamt samtökunum 60+ hafa verið að funda um landið, hafa hinir flokkarnir eflaust á stefnuskrá sinni að bæta hag aldraðra og öryrkja. En eitt er víst, það er að ljóst er að fremur er framkvæmda þörf en fleiri nefndarskipana þar sem málefni aldraðra hafa margoft verið rannsökuð. Aðgerða er þörf, komin er tími á aðgerðir.
Ég vil fá að sjá embætti umboðsmanns aldraðra stofnað og það sem allra fyrst. Þeir sem vilja fá að lesa rökstuðning minn fyrir ofangreindu geta sett sig í samband við mig, því Bs ritgerð mín fjallar um réttarstöðu aldraðra og er hún til sölu á vænan pening , nú eða lesið tölublað Dagskrárinnar á Selfossi sem mun verða dreift nk fimmtudag. Mun birtast smá pistill eftir mig í næstu tveimur til þremur tölublöðum þar sem ég hef mikinn áhuga á málefnum aldraðra sem lúta að mannréttindum, eða öllu heldur mannréttindabrotum gagnvart þeim, oft af hálfu stjórnvaldsins.
Ég er ekki komin á aldur og tilheyri ekki hópi öryrkja, eitt er víst að enn eru 26 og 1/2 ár þar til ég tilheyri hópi aldraðra, m.v 1. tl. 2. gr. laga nr. 125/1999, því breytir engin. En það er á hreinu að engin veit hvað morgundagurinn ber í skauti sér.
Sofið rótt
Stefnt að stofnun nýs stjórnmálaafls: Áherslum í samfélaginu verði breytt | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 01:07 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
22.2.2007 | 14:10
"Farið hefur fé betra"
Hætt við klámráðstefnu hér á landi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
22.2.2007 | 10:25
Snilld
Við vinkonurnar erum alltaf með augu og eyru opin um mannsefni fyrir eina okkar sem hefur verið kall-laus í allmörg ár, hún veit reyndar ekkert að því sjálf en ég er komin með smá hugmynd sem ég ætla að viðra við betri helming minn næstu daga en sú hugmynd tengist á engan hátt neðangreindu.
Ég rakst á þetta innlegg sem er hrein snilld og datt þá í hug þessi vinkona mín, ég veit ekki af hverju, líklegast því hún drekkur ekki. Spurning að reyna að koma þeim tveimur saman, þá þarf hann allavega ekki að blæða í glas handa henni og klúðra feitt pikköppinu http://gardarorn.blog.is/blog/gardarorn/entry/122175/
gia sou
sp
Bloggar | Breytt s.d. kl. 10:27 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
22.2.2007 | 01:13
Öskudags"gleði" á Selfossi
Klukkan rúmlega 11 í morgun átti ég leið um Austurveg og Eyrarveg, það gladdi mig að horfa á börn bæjarins í allkonar múnderingum sem greinilega sum hver hafa lagt mikið kapp við að hanna og útbúa. Sjálfsagt hafa margir foreldrar lagt hönd á plóg til að gera þennan dag skemmtilegan og eftirminnilegan fyrir börnin sín áður en haldið var út í kuldann til að syngja og safna sælgæti og ýmsu öðru sem boðið var uppá.
Skyndilega fékk ég sting í magann þar sem hópur barna stóð fyrir utan ónefnda verslun á Austurveginum, greinilega að velta því fyrir sér hvort þau ættu að fara inn. Þá sá ég hvað olli þessu því á blaðsnepli í glugganum stóð stórum stöfum "ALLT NAMMI BÚIÐ".
Ég sem móðir fylltist reiði og gremju vitandi af syni mínum með vinum sínum, ásamt flestum öðrum ungum íbúum bæjarins, úti í þessum skítakulda, búin að hafa mikið fyrir því að klæða sig upp og hlakka til dagsins í dag. Ég ákvað að keyra aðeins um og skoða hvort fleiri fyrirtæki gerðu slíkt hið sama og eftir því sem fleiri fyrirtæki ég sá, jókst hneykslan mín.
Ég sem VIÐSKIPTAVINUR, íbúi og í fyrsta lagi móðir hér á Selfossi skora hér með á fyrirtæki þau sem settu upp miða að láta af þessum "ósið". Ég vil ekki að komið sé svona fram við börn með þessum hætti, okkur ber að virða þau og þeirra verk. Þau eru jú okkar framtíð.
Ég hvet verslunareigendur til að hugsa sinn gang og líta til baka og minnast þess þegar þeir voru börn. Sýnið samstöðu og þolinmæði þennan eina dag ársins og verslið það mikið af verðlaunum að engu barni þurfi frá að vísa.
Komdu fram við náungann eins og vilt að hann komi fram við þig.
Með vinsemd
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
22.2.2007 | 01:11
Fyrsta bloggfærsla
Hef ákveðið að færa mig af bloggar.is kerfinu. Sífelt bilað og ekki hægt að komast þar inn. Sé til hvort verði með báðar síður í gangi, aðra á léttu nótunum og hina fyrir alvöru lífsins.
sp
Bloggar | Breytt s.d. kl. 01:53 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Eldri færslur
- Júlí 2011
- Október 2010
- Apríl 2010
- Júní 2009
- Apríl 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007