Leita í fréttum mbl.is

Vinkonur!

Ég set inn fleiri myndir á síðasta blogg á næstu dögum, mikið að gerast þessa helgi. Hrafninn í söngskóla Maríu Bjarkar á morgun. GK kemur heim frá Florida snemma á sunnudagsmorgun. Á fimmtudaginn eru svo réttirnar okkar í Áfangagili á Rangárvöllum, mamma og pabbi voru að fara á fjall í dag og ég er að deyja úr áhyggjum því veðurspáin er ekki svo góð, mér þykir alltof seint farið á fjall. Í fyrra snjóaði á þau, lentu í blindaþoku og leiðindaveðri. Langar samt að renna uppeftir þegar þau verða komin í Landmannahelli en þar eiga mamma og pabbi hús sem þau munu gista í. Island_2007-08-11_0410

Húsið fjær á myndinni

 

 

Langar að setja inn eina gamla sæta mynd af okkur Hrafni sem tekin er í júlí 2001 á Hellisheiði Eystri, en þar var snjór og sól. Geggjað veður!mamma og hrafn

 

 

 

 

Hér er ein sem tekin er að Hrafni 3 ára á Bifröst, held að ljósmyndarinn hafi heitið Atli Rafn og sé frá Reykjanesbæsolveigsonur..

 

 

 

 

Eigið góða nótt! Set bráðum inn myndir af stóru strákunum mínum líka Smile


Sumarið er tíminn!

Ég elska skammdegið, kertaljós, rómantík og kúr.

Sumarið er búið að vera að mestu mjög gott, við erum búin að ferðast nánast hverja helgi frá júlíbyrjun. Landmannalaugar, Bláa Lónið, Veiðivötn, sundlaugina í Þjórsárdal, Hveravelli, Suðursveit í bændagistingu til að sjá flugeldasýningu á Jökulsárlóni, það var magnað. Einnig fórum við Slevoginn yfir í Krísuvík, Skaftafell, Skarfanes og keyra nánast um allar uppsveitir Árnessýslu.  Við höfum verið út um alla móa að týna ber, GK segir að sé ómögulegt að fara með mér í berjamó, ég týni allt upp í mig.. það er sko alveg satt, ég vil berin fersk og beint af lynginu. Reyndar höfðum við berjaskyr og rjóma einn sunnudaginn, það var mjög gott. Ég vil ekki "eyðileggja" berin með því að setja sama magn af sykri útí, þó berjasultur séu góðar. Kíkti á Sif og Hjörleif í vikunni og hann gaf mér mjög góða sultu sem hann bjó til úr aðalbláberjum.

Við höfum ekkert farið á aðrar slóðir en Suðurlandið, nema kærastinn fór eina nótt á Vestfirðina með fjölskyldu sinni. Ég fór á Landsmót hestamanna, keyrði heim á hverju kvöldi til að knúsa hann Tounge Ég fór einnig í dinner á Hótel Búðum þann 10.júlí með bræðrum mínum og mágkonum, fórum til að fagna afmæli mömmu en þau voru í góðra vina hópi í ferðalagi, með hestana að ríða Löngufjörur. GK var á meðan í sveitinni það kvöld að "sjá um búskapinn" fyrir þau ErrmWink 

Annars hef ég farið mikið í sveitina líka, hestbak og ýmislegt fleira.

a (158)Þarna er ég á hestbaki út í Þjórsá.

a (283) Við Gullfoss

a (289) Hveravöllum

a (321) Heima í miðri viku oftast Wink Fallegir "feðgar"

a (345) komin í kuldann og rokið í Landmannalaugum

a (356) fórum í stutta göngu þar

a (357) "feðgarnir" að fara að tjalda...ég var nú ekki alveg sátt Whistling

a (360)mér fannst full hvasst og kalt, en það var nú ekki hlustað á mig Shocking

a (370) "eldaði" handa mér súpu og sagði mig vera enga útilegumanneskju W00t

a (367) ræða alheimsmálin Grin

a (404) KALT..!!

a (414) í Þjórsárdal að borða nesti, ég smurði nesti allar ferðirnar og bakaði Smile

a (478) Skarfanes um versló

a (484) kósý !InLoveHeartþetta var yndislegt.

a (492)hmm... Blush 

a (505) á leið inní Veiðivötn, yfir ár þarf að fara.

a (530) Þingvöllum

 aa (3) Jökulsárlón

aa (16) Lækjarhúsum í Suðursveit, þar var frábært að gista. Missti seinni framtönnina þar Whistling

 aa (25)hvíldum okkur áður en fórum á flugeldasýningu á Jökulsárlóni

aa (22)Sleeping

aa (31) InLoveHeart say no more!!

aa (36)komin á flugeldasýningu

aa (37) InLove

aa (46)

aa (86) á heimleið stoppuðum við aftur við lónið.

aa (88) Við Svínafellsjökul að borða nesti og fórum í smá göngu

aa (94) fallegur snúður í hrikalegu landsslagi, vorum hálf miður okkar vegna þess sem gerðist þarna árið 2007. Þá hurfu tveir þjóðverjar sporlaust, en sagt er að jöklarnir skili öllu sem þeir taka að lokum. Sorglegt.

aa (99)Skaftafell, ákváðum að ganga að Svartafossi.

aa (110)GK að kenna þeim stutta að labba í miklum halla, virkar minni halli á myndinni en er.

aa (113)"feðgarnir" að príla upp í "stúku" við Svartafoss.

aa (114) komnir í stúkuna... þeir eru bara fyndnir saman. Ná svo vel saman og eru mjög miklir vinir.

aa (142) að gera stíflu við Svartafoss í Skaftafelli

aa (154)og þarna eru þeir mættir við Seljalandsfoss (ég hafði af þeim sundlaugarferð því var svo niðursokkin í að lesa tekjur íslendinga í Frjálsri verslun að ég gleymdi að segja hvar ætti að beygja útaf í Seljavallalaug... hehe þeir voru illa pirraðir út í mig.

aa (157) "Feðgarnir" í berjamó í Fljótshlíðinni.

aa (164)Hrafninn á´leið í veiðiferð með Munda, Hannesi afa og Hannesi brósa..

Set

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

inn fleiri

Já sæll..!!!

LjónLjón: Þú ert ástmaður ekki bardagamaður. En þegar öllu er á botninn hvolft muntu berjast fyrir því sem þú elskar. Vertu viss um að þetta sé ekki misskilningur.

Hverju orði sannara.


Dramakast!! ... :-)

Heart
Smile
Cool 
InLove
HeartBecause You Love MeHeart

For all those times you stood by me
For all the truth that you made me see
For all the joy you brought to my life
For all the wrong that you made right
For every dream you made come true
For all the love I found in you
I'll be forever thankful (baby)
You're the one who held me up
Never let me fall
You're the one who saw me through through it all

You were my strength when I was weak
You were my voice when I couldn't speak
You were my eyes when I couldn't see
You saw the best there was in me
Lifted me up when I couldn't reach
You gave me faith 'coz you believed
I'm everything I am
Because you loved me

You gave me wings and made me fly
You touched my hand I could touch the sky
I lost my faith, you gave it back to me
You said no star was out of reach
You stood by me and I stood tall
I had your love I had it all
I'm grateful for each day you gave me
Maybe I don't know that much
But I know this much is true
I was blessed because I was loved by you

You were my strength when I was weak
You were my voice when I couldn't speak
You were my eyes when I couldn't see
You saw the best there was in me
Lifted me up when I couldn't reach
You gave me faith 'coz you believed
I'm everything I am
Because you loved me

You were always there for me
The tender wind that carried me
A light in the dark shining your love into my life
You've been my inspiration
Through the lies you were the truth
My world is a better place because of you

You were my strength when I was weak
You were my voice when I couldn't speak
You were my eyes when I couldn't see
You saw the best there was in me
Lifted me up when I couldn't reach
You gave me faith 'coz you believed
I'm everything I am
Because you loved me
(bis)
I'm everything I am
Because you loved me


 

Eigið góða nótt Grin


Heift - hatur og lygasýki....

Hver er skilgreiningin á þessum þremur orðum??

Hvað fær manneskju til að horfa stíft í augu þess sem hún elskar og ljúga blákalt, án þess að blikna? og aðra manneskju til að hata einhverja svo heitt að hún er tilbúin til að leggjast ansi LÁGT til að eyðileggja fyrir þeirri sem hann hatar? 

Myndi gjarnan vilja fá álit á þessu áður en meira kemur fram.


Grikklandsdvöl sept05-feb06

  Skiptinám í Grikklandi sept 2005-feb 2006

Það var á vordögum 2004 sem fór að veltast í mér að gaman væri að fara í skiptinám á lokaárinu mínu í Viðskiptalögfræði á Bifröst. Margir möguleikar voru í boði en einhvernvegin var það alltaf Grikkland sem heillaði mig mest, ég hafði heyrt af fyrrum nemanda sem fór þangað og var mjög ánægð. En þar sem ég er með tvo unga drengi í heimili og sá þriðji fluttur að heiman fannst mér þetta eitthvað sem þurfti að skoða vel og vandlega, því maður hleypur ekki frá ábyrgð sem móðir eftir eigin hentugleika, en ég hef þó aldrei látið þá stoppa mig, tek þá bara með, því þeir eru mér frekar hvatning og taka þátt í hverju því sem ég tek mér fyrir hendur. En það varð svo endanleg ákvörðun að ég færi í skiptinám á haustönn 2005 með Hrafn yngsta son minn þá fjögurra ára.Þar sem ég var umsækjandi með barn þá sá háskólinn í Grikklandi ekki um að útvega mér húsnæði á Campus, en fékk ég í staðinn símanúmer hjá grískri konu sem á sex hæða hús, með litlum studio íbúðum sem leigðar eru út til stúdenta.Lagt var af stað frá Keflavík þann 18.september eftir að mörg tár höfðu runnið við að kveðja eldri synina, flogið var til London og gist þar eina nótt. Daginn eftir var svo flogið til Thessaloniki í Grikklandi þar sem dvalið skyldi næstu 4-5 mánuðina, hitinn var um 30 gráður við komuna og spennan var mikil hjá okkur mæðginum. Reyndar byrjaði að kólna allverulega í október og hitinn fór niður í 6 gráður í jan, einnig snjóaði nokkra daga. Íbúðin var yndislega lítil og krúttleg á fjórðu hæð en við þurftum reyndar að deila saman rúmi, ca 80 cm. Eldhúsið var skápur sem hægt var að loka og eldavélin ein hella. Ágætar svalir voru í henni sem hægt var að draga sólartjald yfir.Komst Hrafn á leikskóla allan daginn sem var á háskólasvæðinu, reyndar var hann fyrir börn starfsfólks, en komst hann inn fyrir tilstilli Erasmus starfsfólks og prófessora og varð drengurinn altalandi í grísku á nokkrum dögum má segja. Nokkrum dögum síðar kom nafna mín og samsúdent frá Bifröst Sólveig Ösp út og útvegaði ég henni íbúð hjá sama leigjenda í um 5 mín göngufjarlægð frá mér. Tók okkur um 5-10 mín að ganga í skólann heiman frá henni.    

Aristotle University of Thessaloniki háskólasvæðið stendur nánast í miðborg Thessaloniki, háskólinn var stofsettur árið 1925 og er stærsti háskóli Grikklands, nemendafjöldi skólans í dag er um 65.000, þar af um 400 Erasmus nemendur í skiptinámi. Hann er með 44 deildir sem skiptast í 10 háskóladeildir. Lagði ég stund á sex fög sem voru Sociology of Law, Private International Law, History of Roman and Greek Law, European Competition Law og International Realtions. Engar tölvur voru notaðar, hvorki af kennrum ne nemendum og mátti maður hafa sig alla við að glósa með penna á blað eftir kennurunum sem töluðu misskýra ensku með sitthvorum hreimnum, ýmist mjög grískum eða frönskum. Ekkert var nú verið að stressa okkur nemendur á of mikilli heimavinnu, því alls gerðum við eitt heimaverkefni þessa mánuði sem við vorum þarna úti. En aftur á móti þegar kom að prófum þá þurftum við að læra allt utanbókar því um gagnalaus próf var að ræða. Í tveimur fögum voru lokaritgerðir og í öðru af því tók ég munnlegt próf uppúr ritgerðinni. Öðru fagi lauk ég með munnlegu próf og var það erfiðast, eða Sociology of Law en það hafðist. Eitt var það sem sló okkur Sólveigu Ösp og vakti mikla undrun okkar, en það átti sér stað í fyrsta prófinu okkar. Það fór fram í stórum sal, við nöfnurnar settumst aftast og höfðum 2 auð sæti á milli okkar, fyrir framan okkur sátu nokkrir nemendur hlið við hlið. Þegar próftíminn var byrjaður þá hófst sú allra mesta svindlframkvæmd sem við höfðum á ævinni séð. Það gengu miðar á víxl, hægri vinstri og ekki nóg með það heldur hvíslaðist fólk á. Okkur varð svo mikið um að það tók okkur langan tíma að jafna okkur og byrja.  Eftir prófið fengum við þær upplýsingar frá grískum vinum okkar að þetta viðgengist og fólk færi í röðum í copy shop að láta ljósrita svindlmiða. En ekki lögðum við í þessa framkvæmd, þó maður yrði hundfúll yfir þessu reyndar, að þetta væri látið viðgangast.           

Thessaloniki er næst stærsta borg Grikklands, með um eina milljón íbúafjölda. Hún er ein af fornustu borga Evrópu, reist um árið 315. fyrir Krist. Ber hún þess enn merki með rústum inn í miðri borg sem ekki hefur mátt hreyfa við í framkvæmdum. Þetta er stórfengleg borg þar sem gamli tíminn og nútíminn mætast með nýjum og ævagömlum byggingarstíl. Kirkjurnar í borginni sýna margbrotna og flókna byggingarlist. Maður stendur orðlaus fyrir framan þessar glæsilegu mannirki og þegar inn er komin er maður komin í einhverskonar draumaheim, þvílík list. Orð fá þeirri sjón ekki nægilega vel lýst.  Grikkir eru yndislegt fólk og hreinlega stórkostleg þjóð, kaffi- og veitingahúsamenning er mjög mikil og fara þeir yfirleitt á bilinu 9 – 10 á kvöldin út að borða. Þeir eiga sína eigin músik og dansa, þurftum við nöfnur að fara í einkadanstíma hjá griskri vinkonu okkar áður en héldum á bouzouki, sem er einn af grískum skemmtistöðum með live grískri músik, þar dansar fólk á sviðinu í kringum söngvarana og nellikum er hent í þúsundatali af áhorfendum í sal upp á sviðið allt kvöldið. Þarna fórum við nokkrum sinnum íslensku blondínurnar með grísku vinum okkar og dönsuðum fram á rauða nótt og drukkum Ursus.

Við erum reynslunni ríkari mæðginin eftir þessa dvöl og hugsum daglega til Grikklands og allra okkar vina þar úti sem söknum. Grikkland er komið til að vera í lífi okkar ævilangt.

 

Hjálp!

Ritstífla - ritstífla - ritstífla og aftur ritstífla.

Hef frá svo mörgu að segja og þarf að tjá mig um menn og málefni en kem engu frá mér. Sé að ég þarf að heilsa upp á gamlan vin sem komin er heim frá Vestfjörðunum eftir sumarútlegð og margt fleira. Ég virðist bara vera alveg tóm síðan ég kláraði skólann 06 og veikindin strax í kjölfar útskriftar, spurning að fara í mastersnám því af óskiljanlegum ástæðum hef ég aldrei eins mikið að segja frá og tjá skoðanir mínar eins og þegar á að vera að læra fyrir próf o.þ.h. Þá renna frá manni heilu ritgerðirnar í formi bloggs (áður barnalands)Whistling 

Stendur alltaf til að setja inn klausu um skiptinámið mitt í Grikklandi. Á hana tilbúna einhversstaðar.

Andvökunótt eins og er, skil ekki af hverju því hef nú ekki oft átt erfitt með að sofna. En svona gerist bara.

Læt fylgja hér eina mynd sem tókum um miðnætti sl laugardagskvölds flugeldasýningu á Jökulsárlóni, þvílík fegurð.. hef sjaldan upplifað annað eins. Ætlum að bóka okkur í gistingu á sama tíma að ári því þessu vil ég ekki missa af. Vonandi verð ég búin að endurnýja myndavélina áður því á svona stórfenglegum stundum vill maður vera með góða græju til að ná mögnuðum myndum.

Starfsfólk Jökulsárlóns, takk fyrir okkur - vonandi haldið þið áfram um ókomna tíð og mana ég alla sem tök hafa á að láta þessa stórkostlegu sýningu ekki framhjá sér fara.

aa (46)

 

 

 

 

 

Eigið góða nótt - SP

 

 


Við.!!

. 282Fórum í Bláa Lónið í dag, hátt í 20 stiga hiti úti og keyptum okkur húfur W00t í hitanum.

 

 


Spunk!!

spunkVeit einhver hvað varð um gamla góða Spunkið?

Var að gjóa augunum á Top gear í tv og brá þá þessu frábæra gamla nammi fyrir. Oh ég sakna svo margs.

Polo með lakkrísröri sem fékk mér alltaf eftir handboltaæfingu í Valsheimilinu eina veturinn sem ég æfði handbolta (10 ára). Keypti mér það alltaf áður en tók áttuna heim. Crying Gömlu góðu tímarnir þegar freistingarnar og vitleysan var ekki að fara með allt og alla. Sinalco og margt fleira.

Má ekkert vera að því að blogga, er að leggja lokahönd á verkefni sem þarf að klára núna í kvöld.  Á morgun gerist það - Cool þið vinkonur mínar áttið ykkur á hvað ég á við. Öðrum kemur það ekki við.

 

Eigið góðar stundir!! Það ætla ég að gera.... og takast á við það nýja líf sem hefst í rólegheitum á næstu dögum.


Skrímslið!!

Langar að biðja blaðamenn að hætta að birta myndir af þessu skrímsli þegar fréttir berast af málum fjölskyldunnar. Ég ( örugglega ásamt fleirum) fyllist viðbjóð og verður óglatt.

 


mbl.is Vöknuð úr dái og farin af sjúkrahúsi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Solveig Pálmadóttir
Solveig Pálmadóttir
Business-legally-blond og rekur ferðaþjónustufyrirtækið Óbyggðaferðir ehf ásamt Unnari Garðarssyni. Viðskiptalögfræðingur frá Háskólanum á Bifröst 2006. Einnig hárgreiðslumeistari og þriggja/fjögurra stráka móðir og hundaeigandi.

235 dagar til jóla

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband