Leita í fréttum mbl.is

Grikklandsdvöl sept05-feb06

  Skiptinám í Grikklandi sept 2005-feb 2006

Það var á vordögum 2004 sem fór að veltast í mér að gaman væri að fara í skiptinám á lokaárinu mínu í Viðskiptalögfræði á Bifröst. Margir möguleikar voru í boði en einhvernvegin var það alltaf Grikkland sem heillaði mig mest, ég hafði heyrt af fyrrum nemanda sem fór þangað og var mjög ánægð. En þar sem ég er með tvo unga drengi í heimili og sá þriðji fluttur að heiman fannst mér þetta eitthvað sem þurfti að skoða vel og vandlega, því maður hleypur ekki frá ábyrgð sem móðir eftir eigin hentugleika, en ég hef þó aldrei látið þá stoppa mig, tek þá bara með, því þeir eru mér frekar hvatning og taka þátt í hverju því sem ég tek mér fyrir hendur. En það varð svo endanleg ákvörðun að ég færi í skiptinám á haustönn 2005 með Hrafn yngsta son minn þá fjögurra ára.Þar sem ég var umsækjandi með barn þá sá háskólinn í Grikklandi ekki um að útvega mér húsnæði á Campus, en fékk ég í staðinn símanúmer hjá grískri konu sem á sex hæða hús, með litlum studio íbúðum sem leigðar eru út til stúdenta.Lagt var af stað frá Keflavík þann 18.september eftir að mörg tár höfðu runnið við að kveðja eldri synina, flogið var til London og gist þar eina nótt. Daginn eftir var svo flogið til Thessaloniki í Grikklandi þar sem dvalið skyldi næstu 4-5 mánuðina, hitinn var um 30 gráður við komuna og spennan var mikil hjá okkur mæðginum. Reyndar byrjaði að kólna allverulega í október og hitinn fór niður í 6 gráður í jan, einnig snjóaði nokkra daga. Íbúðin var yndislega lítil og krúttleg á fjórðu hæð en við þurftum reyndar að deila saman rúmi, ca 80 cm. Eldhúsið var skápur sem hægt var að loka og eldavélin ein hella. Ágætar svalir voru í henni sem hægt var að draga sólartjald yfir.Komst Hrafn á leikskóla allan daginn sem var á háskólasvæðinu, reyndar var hann fyrir börn starfsfólks, en komst hann inn fyrir tilstilli Erasmus starfsfólks og prófessora og varð drengurinn altalandi í grísku á nokkrum dögum má segja. Nokkrum dögum síðar kom nafna mín og samsúdent frá Bifröst Sólveig Ösp út og útvegaði ég henni íbúð hjá sama leigjenda í um 5 mín göngufjarlægð frá mér. Tók okkur um 5-10 mín að ganga í skólann heiman frá henni.    

Aristotle University of Thessaloniki háskólasvæðið stendur nánast í miðborg Thessaloniki, háskólinn var stofsettur árið 1925 og er stærsti háskóli Grikklands, nemendafjöldi skólans í dag er um 65.000, þar af um 400 Erasmus nemendur í skiptinámi. Hann er með 44 deildir sem skiptast í 10 háskóladeildir. Lagði ég stund á sex fög sem voru Sociology of Law, Private International Law, History of Roman and Greek Law, European Competition Law og International Realtions. Engar tölvur voru notaðar, hvorki af kennrum ne nemendum og mátti maður hafa sig alla við að glósa með penna á blað eftir kennurunum sem töluðu misskýra ensku með sitthvorum hreimnum, ýmist mjög grískum eða frönskum. Ekkert var nú verið að stressa okkur nemendur á of mikilli heimavinnu, því alls gerðum við eitt heimaverkefni þessa mánuði sem við vorum þarna úti. En aftur á móti þegar kom að prófum þá þurftum við að læra allt utanbókar því um gagnalaus próf var að ræða. Í tveimur fögum voru lokaritgerðir og í öðru af því tók ég munnlegt próf uppúr ritgerðinni. Öðru fagi lauk ég með munnlegu próf og var það erfiðast, eða Sociology of Law en það hafðist. Eitt var það sem sló okkur Sólveigu Ösp og vakti mikla undrun okkar, en það átti sér stað í fyrsta prófinu okkar. Það fór fram í stórum sal, við nöfnurnar settumst aftast og höfðum 2 auð sæti á milli okkar, fyrir framan okkur sátu nokkrir nemendur hlið við hlið. Þegar próftíminn var byrjaður þá hófst sú allra mesta svindlframkvæmd sem við höfðum á ævinni séð. Það gengu miðar á víxl, hægri vinstri og ekki nóg með það heldur hvíslaðist fólk á. Okkur varð svo mikið um að það tók okkur langan tíma að jafna okkur og byrja.  Eftir prófið fengum við þær upplýsingar frá grískum vinum okkar að þetta viðgengist og fólk færi í röðum í copy shop að láta ljósrita svindlmiða. En ekki lögðum við í þessa framkvæmd, þó maður yrði hundfúll yfir þessu reyndar, að þetta væri látið viðgangast.           

Thessaloniki er næst stærsta borg Grikklands, með um eina milljón íbúafjölda. Hún er ein af fornustu borga Evrópu, reist um árið 315. fyrir Krist. Ber hún þess enn merki með rústum inn í miðri borg sem ekki hefur mátt hreyfa við í framkvæmdum. Þetta er stórfengleg borg þar sem gamli tíminn og nútíminn mætast með nýjum og ævagömlum byggingarstíl. Kirkjurnar í borginni sýna margbrotna og flókna byggingarlist. Maður stendur orðlaus fyrir framan þessar glæsilegu mannirki og þegar inn er komin er maður komin í einhverskonar draumaheim, þvílík list. Orð fá þeirri sjón ekki nægilega vel lýst.  Grikkir eru yndislegt fólk og hreinlega stórkostleg þjóð, kaffi- og veitingahúsamenning er mjög mikil og fara þeir yfirleitt á bilinu 9 – 10 á kvöldin út að borða. Þeir eiga sína eigin músik og dansa, þurftum við nöfnur að fara í einkadanstíma hjá griskri vinkonu okkar áður en héldum á bouzouki, sem er einn af grískum skemmtistöðum með live grískri músik, þar dansar fólk á sviðinu í kringum söngvarana og nellikum er hent í þúsundatali af áhorfendum í sal upp á sviðið allt kvöldið. Þarna fórum við nokkrum sinnum íslensku blondínurnar með grísku vinum okkar og dönsuðum fram á rauða nótt og drukkum Ursus.

Við erum reynslunni ríkari mæðginin eftir þessa dvöl og hugsum daglega til Grikklands og allra okkar vina þar úti sem söknum. Grikkland er komið til að vera í lífi okkar ævilangt.

 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Solveig Pálmadóttir
Solveig Pálmadóttir
Business-legally-blond og rekur ferðaþjónustufyrirtækið Óbyggðaferðir ehf ásamt Unnari Garðarssyni. Viðskiptalögfræðingur frá Háskólanum á Bifröst 2006. Einnig hárgreiðslumeistari og þriggja/fjögurra stráka móðir og hundaeigandi.

244 dagar til jóla

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband