Bloggfærslur mánaðarins, júní 2008
29.6.2008 | 20:16
Spunk!!
Veit einhver hvað varð um gamla góða Spunkið?
Var að gjóa augunum á Top gear í tv og brá þá þessu frábæra gamla nammi fyrir. Oh ég sakna svo margs.
Polo með lakkrísröri sem fékk mér alltaf eftir handboltaæfingu í Valsheimilinu eina veturinn sem ég æfði handbolta (10 ára). Keypti mér það alltaf áður en tók áttuna heim. Gömlu góðu tímarnir þegar freistingarnar og vitleysan var ekki að fara með allt og alla. Sinalco og margt fleira.
Má ekkert vera að því að blogga, er að leggja lokahönd á verkefni sem þarf að klára núna í kvöld. Á morgun gerist það - þið vinkonur mínar áttið ykkur á hvað ég á við. Öðrum kemur það ekki við.
Eigið góðar stundir!! Það ætla ég að gera.... og takast á við það nýja líf sem hefst í rólegheitum á næstu dögum.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 20:49 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
10.6.2008 | 13:17
Skrímslið!!
Langar að biðja blaðamenn að hætta að birta myndir af þessu skrímsli þegar fréttir berast af málum fjölskyldunnar. Ég ( örugglega ásamt fleirum) fyllist viðbjóð og verður óglatt.
Vöknuð úr dái og farin af sjúkrahúsi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
8.6.2008 | 16:20
Ég sem ætlaði að flytja!
Ég sem er að spá í að flytja frá Selfossi til Grikklands, reyndar ekki vegna skjálftans og ekki nálægt Pelópsskaga, heldur Thessaloniki þar sem ég var í námi í lagadeild Aristotle university of Thessaloniki frá sept 2005 - feb 2006. Ég er rosalega skjálftahrædd og virðist ég vera að fá einhversskonar sjokk eftir á, því ég get ekki eins og er hugsað mér að vera heima á meðan skjálftarnir eru enn, ég sem gat ekki hugsað mér að yfirgefa heimilið fyrstu dagana. En þetta líður hjá og allir jafnar sig. Þarf að fara með Hrafninn minn í áfallahjálp - spurning með mig.
Harður jarðskjálfti í Grikklandi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 16:22 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
3.6.2008 | 12:21
visir.is
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Eldri færslur
- Júlí 2011
- Október 2010
- Apríl 2010
- Júní 2009
- Apríl 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007