Bloggfærslur mánaðarins, október 2008
24.10.2008 | 12:52
Afmælisdagur!
Ég vil óska yndislega Ævari brósa mínum til hamingju með daginn og einnig Önnu Júlíu vinkonu minni. Vonandi eiga þau frábæran afmælisdag!
Og svo vil ég óska nýju "frænku" minni henni Emilíu innilegar hamingjuóskir með 14 ára afmælið í dag.
Kakan er tileinkuð bróður mínum
Knús! Sp
Bloggar | Breytt s.d. kl. 13:25 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
22.10.2008 | 13:11
Sælir eru fátækir!
Sparnaður hefur ekki alltaf verið lausnin á öllum heimsins vandamálum eins og sumt fólk hefur látið frá sér fara. Enda súpa margir seyðið af því þessa dagana að hafa ekki dreift áhættu á fleiri staði eða hreinlega sett sparifé inn á vaxtareikninga sem hafa nú alltaf talist öruggir. Ég vildi ekki vera í þeirra sporum sem hafa verið að ráðleggja fólki með sparifé sitt, hvort sem er bankastarfsmenn, ráðgjafar eða ráðleggingar frá fjölskyldumeðlimum með að "spara - spara - spara" þegar afleiðingar þess eru að fólk er búið að tapa ævisparnaði sínum, lífeyrissjóðsgreiðslum og fleiru sem hefur tekið af launum sínum í mörg ár og fólk hefur bundið vissar vonir, drauma og væntingar við.
Minn pínulitli sparnaður er nú bara inn á bók, ég hef hreinlega ekki efni á því að spara eins og er. Það má líka njóta lífsins í dag, þó gott sé að sýna fyrirhyggju þá má hún ekki leiðast út í græðgi eins og hjá svo mörgum. Ég veit ekki hvort ég eigi eftir að vera hamingjusamari á mínu ævikvöldi þó ætti 50 - 100 milljónir í bankanum. Hver segir svo að maður lifi nokkuð svo lengi.
Hvað svo? fólk deyr og erfingjar sitja eins og hrægammar og rífast um hvern aur, en enginn vill fá gamla innbúið, það passar ekki inn á flotta, fallega heimili barnanna sem þau hafa kostað fleiri tuga milljóna að endurhanna með aðstoð rándýrra arkitekta. Endirinn er því miður oft sá að börnin talast ekki við það sem eftir er. Margur verður að aurum api.
Ég segi bara... SÆLIR ERU FÁTÆKIR. ég er fátæk kona af veraldlegum eignum en ég á þrjá yndislega, hrausta, klára og skemmtilega stráka og þrjá frændur sem þykir óendanlega vænt um. Það eru ekki allir svo heppnir að hafa fengið þeirra gleði og hamingju að njóta að ganga með og ala barn. Heldur er það ekki sjálfgefið að eignast heilbrigt barn né að þau lifi okkur foreldrana. Margir hafa líka kosið að njóta veraldlegrar hamingju í staðinn eða "óvart" leiðst inn á þá braut af afleiðingum sinna og/eða annarra. Sumt fólk hefur ekki einu sinni kynnst þeirri tilfinningu að elska og vera elskaður, það er fátækt.
Reyndar er ég mjög opin og tilfinningarík manneskja og má ekkert aumt sjá, vil ekki hafa nein leiðindi og læti í kringum mig og vill að öllum líði sem best og séu sáttir. Það hefur frekar háð mér að geta ekki sagt nei og vera alltaf boðin og búin að rétta fram hjálparhönd en það dugar ekki til stundum, það þarf tvo til. Kannski er minn helsti galli sá að ég er fljót upp en þar kemur á móti að ég er jafn fljót niður aftur og vill ræða það sem uppá kom, fyrirgefa og vera fyrirgefið. Ég er alveg manneskja til að viðurkenna mistök mín og reyna að taka á þeim þau ef þess þarf, það veit minn nánasti.
Langar að segja svo margt fleira en það er ekki við hæfi á opinberum miðli.
Fékk þessa vísu senda í tölvupósti, á helv vel við marga sem ég þekki.
Gulli og perlum að safna sér,
sumir endalaust reyna,
vita ekki að vináttan er,
verðmætust eðalsteina.
Gull á ég ekki að gefa þér
og gimsteina ekki neina.
En viltu muna að vináttan er
verðmætust eðalsteina.
Höf: Hjálmar Freysteinsson, lækni og hagyrðing á Akureyri.
Eigið góðan dag!!
sp
Bloggar | Breytt s.d. kl. 13:14 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
18.10.2008 | 21:02
moi.............................!
Stjörnuspá - 18. október 2008 fyrir 23. ágúst 1966 Þetta er dagur tilfinninga og ástríðna, þar sem ástargyðjan myndar spennustöðu við grunneðli þitt. Það er rétt að leggja áherslu á ást og samskipti, en það getur tekið á, að fá það sem þú vilt. Reyndu að slappa af, hlusta og vera elskuleg og þá gengur þetta allt. (Venus 90 gráður Sól) |
Held að GK sé í einhverju sambandi við Gunnlaug stjörnuspeking og plotti með hvernig spáin skuli hljóma hvern dag
Bloggar | Breytt s.d. kl. 21:03 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
18.10.2008 | 00:49
Pabbi minn...!!
Enn og aftur sannast það að ég á BESTA pabba í heimi og fyndnasta
Bloggar | Breytt s.d. kl. 00:50 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
17.10.2008 | 00:08
úllalla..!!
Stjörnuspá - 17. október 2008 fyrir 23. ágúst 1966 Það er hiti í loftinu. Ástargyðjan er tengd Mars og þú ert flott, ákveðin og sjarmerandi. Þetta er því frábær dagur fyrir samskipti í vinnu og ást. Notaðu tækifærið, ræddu við fólk, farðu útá lífið með vinum þínum eða bjóddu ástinni þinni uppá rauðar rósir og rómantík. (Venus 120 gráður Mars) |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 00:10 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
16.10.2008 | 14:37
ég!
Stjörnuspá - 16. október 2008 fyrir 23. ágúst 1966 Þú ert eirðarlaus og forvitin í dag og þarft á tilbreytingu og nýrri reynslu að halda. Þetta er því tími til að gera eitthvað nýtt, pæla, ferðast, hreyfa þig og til dæmis hafa samband við erlenda vini eða fjarstadda ættingja. Nú er tími til að víkka sjónarhringinn. (Sól 90 gráður Júpíter) |
Stjörnuspá - 16. október 2008 fyrir GK Í dag er jákvæð orka í loftinu sem stuðlar að stórhug og bjartsýni og kemur hlutum á hreyfingu. Þetta er því ágætur tími til að ferðast, byrja á nýju verkefni, læra og víkka út hugann. Nú er gott að lyfta huganum uppúr amstri dagsins. (Tungl 0 gráður Júpíter) |
Þá er það ljóst... við eigum að fara á flakk og GK líta uppúr vinnunni
Bloggar | Breytt s.d. kl. 14:40 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
15.10.2008 | 15:16
Nýji seðlabankastjórinn??
Tryggvi Þór hættur sem efnahagsráðgjafi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
15.10.2008 | 08:54
15.okt 08
Stjörnuspá - 15. október 2008 fyrir 23. ágúst 1966 Nú er gott jafnvægi á milli lífsorku þinnar og tilfinninga og ytri aðstæður eru hagstæðar. Þetta er því góður tími, bæði almennt og fyrir áhugamál sem hlaða batteríin. Nú er einnig gott að byrja á nýju verkefni. Notaðu tækifærið og vertu athafnasöm. (Tungl 120 gráður Sól) |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
14.10.2008 | 23:08
Stöng!
Við Þjóðveldisbæinn Stöng í Þjórsárdal
Þá var öldin önnur,
er Gaukur bjó á Stöng.
Þá var ei til Steinastaða
leiðin löng.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 23:14 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
4.10.2008 | 07:44
Copy-paste af dv.is
10 ráð til að spara milljónir
Landlæknir, Lýðheilsustöð og Vinnueftirlitið vara við því að umfjöllun um kreppuna geti haft skaðleg áhrif á sálarlíf ungmenna, veikra og aldraðra. Skorað er á fjölmiðla að fjalla um lausnir jafnt og vanda. Af þessu tilefni birtir DV hér ráð til að þrauka af kreppuna með skynsamlegum sparnaði.
Þetta er alvarleg umræða sem snertir unga sem aldna og þar af leiðandi er mikilvægt að vanda orðaval til að valda börnum, ungmennum, veikum og öldruðum ekki óþarfa kvíða... Mikilvægt er að fjölmiðlar og aðrir vandi þessa umræðu og hafi í huga að flutningur fregna af válegum atburðum er bestur ef jöfnum höndum er fjallað um lausnir vandans þannig að fólk geti brugðist sem best við, segir í yfirlýsingunni, sem undirrituð er af Kristni Tómassyni, yfirlækni Vinnueftirlitsins, Sigurði Guðmundssyni landlækni og Þórólfi Þórlindssyni, forstjóra Lýðheilsustöðvar.
Af þessu tilefni birtir DV 10 tillögur að aðgerðum sem geta sparað Íslendingum margar milljónir króna, eftir aðstæðum:
1. Leigðu frekar en að eiga - 4.000.000+
Nú þegar fasteignaverð fellur að raunverði og lán hækka minnst um 15 prósent vegna verðbólgu er hægt að spara margar milljónir á ári með því að leigja frekar en eiga. Íbúð sem keypt er nú á 27 milljónir króna mun fyrirsjáanlega leiða til tæplega fjögurra milljóna króna taps kaupandans. Dæmið er miðað við bestu fáanlegu lánakjör, íslenskt, verðtryggt lán. Dæmið gæti litið öðruvísi út með erlent lán, enda er ómögulegt að spá fyrir um þróun þess. Margir verktakar hafa boðið 95 prósent lán fyrir nýjum íbúðum. Sá sem gleypir við því horfir upp á að innan árs verður íbúðin að líkindum um 1,5 milljónum króna verðminni en upphæð lánsins, miðað við 27 milljóna króna verðmiðann. Því er leikandi hægt að spara fjórar milljónir króna ef leigt er frekar en keypt. Á sama tíma er leiguverð að lækka vegna offramboðs húsnæðis.
2. Losaðu þig við annan bílinn - 770.000+
Þær fjölskyldur sem eiga tvo eða fleiri bíla geta sparað hundruð þúsunda á ári með því að losa sig við aukabílinn og taka strætó í staðinn. Ef tekið er mið af bíl sem kostar 1,7 milljónir króna og er ekið 15 þúsund kílómetra á ári er rekstrarkostnaðurinn, sem fyrr segir, 770 þúsund krónur á ári. Þegar útreikningarnir voru gerðir kostaði bensínlítrinn einungis 139,5 krónur, en nú fer hann ekki undir 170 krónur.
3. Fáðu þér kreppubíl - 500.000+
Í stað þess að skipta út 2 ára gömlum bíl í nýjan er þjóðráð að fá sér kreppubíl. Kreppubíll fæst á lágu verði, oftast á bilinu 50 til 250 þúsund krónur. Óþarfi er að kaskótryggja slíkan bíl. Samkvæmt útreikningum FÍB kostaði 770 þúsund árlega að reka bíl sem kostaði 1,7 milljónir í janúar síðastliðnum. Rekstrarkostnaður bifreiða hefur reyndar snaraukist síðan þá. Af kreppubíl er afborgun engin, verðrýrnun nánast engin. Árlegur kostnaður þarf ekki að fara yfir 150 þúsund krónur. Því er auðvelt að spara hálfa milljón eða meira á því að skipta nýlegum bíl út fyrir kreppubíl. Þessir útreikningar gera ekki ráð fyrir gríðarlegri hækkun á lánum sem verður nú.
4. Geymdu bílinn og taktu strætó - 150.000
Jafnvel þótt ekki takist að selja bílinn sparast tæplega 150 þúsund á ári með því að láta hann standa. Strætókort sem gildir í þrjá mánuði kostar 12.700 krónur. Sparneytinn bíll sem eyðir 8 lítrum á hundraðið eyðir hins vegar rúmlega 50 þúsund krónum á þremur mánuðum í bensín. Þarna sparast tæpar 40 þúsund krónur, aðeins á þremur mánuðum. Sparnaðurinn er mun meiri yfir árið.
5. Eigðu en skuldaðu ekki - 46.000+
Ef tekið er einfalt dæmi af 100 þúsund krónum sést hversu mikilvægt er að eiga frekar en að skulda. Sá sem skuldar 100 þúsund á yfirdrætti borgar af þeim tæplega 25 þúsund krónur á ári í yfirdráttarvexti. Sá sem á hins vegar 100 þúsund inni á verðtryggðum reikningi græðir á móti ríflega 21 þúsund krónur, ef binditíminn er stuttur. Þarna munar 46 þúsund krónum, aðeins á einu ári. Auðvitað er erfiðasti hjallinn að borga upp skuldina, en það borgar sig.
6. Hættu að reykja - 200.000+
Ef þú reykir pakka á dag eyðirðu 216 þúsund krónum á ári í það. Það jafngildir því að vinna þrettánda mánuðinn á árinu til að eiga fyrir því. Hjón sem reykja þrjá pakka saman á dag eyða 677 þúsund krónum í sígarettur á ári. Hjón sem nota nikótíntyggjó á hverjum degi í eitt ár eyða 182 þúsund krónum í tyggjó á ári. Við það sparast 495 þúsund á ári og þau losna nánast við öll eiturefnin sem í sígarettunum eru.
7. Farðu ekki á barinn - 108.000+
Venjulegt verð á hálfslítra bjór á bar í Reykjavík er 700 krónur. Ef þú drekkur fjóra bjóra á viku eyðirðu í það 11.200 krónum mánaðarlega. Jafnmikill bjór kostar aðeins rúmlega þrjú þúsund krónur ef hann er keyptur í ríkinu og drukkinn í heimahúsi. Árlegur sparnaður af þessu jafngildir hvorki meira né minna en 108 þúsund krónum í þessu hóflega dæmi.
8. Afpantaðu greiðsluseðla - 15.000
Hægt er að spara yfir 15 þúsund krónur með því að sleppa því að fá greiðsluseðla senda heim til sín. Sú ákvörðun viðskiptaráðherra að afnema seðilgjöld gladdi Íslendinga. Fyrirtæki tóku þá upp á því að skíra gjöldin eitthvað annað. Það tekur ekki meira en hálftíma að losa sig við seðlana. Gert er ráð fyrir að maður fái að meðaltali fimm seðla heim til sín í mánuði hverjum. Farðu svona að. Finndu reikningana þína. Athugaðu hvar er að finna seðilgjöld, tilkynningargjöld, endurnýjunargjöld og útskriftargjöld. Hafðu samband við fyrirtækin og farðu fram á að reikningarnir fari eingöngu í gegnum heimabankann.
9. Fylltu frystikistuna
Nú þegar matvælaverð hækkar gríðarlega er tími til að spá í matarkostnaðinn. Farðu í Bónus einu sinni í viku og kauptu eins mikið og þú getur. Skoðaðu tilboð, kauptu og frystu. Eyddu einni kvöldstund í að skoða uppskriftir og ákveða matseðil fram í tímann. Fólk sem vinnur mikið lendir í því að þurfa að versla í dýrari búðunum eftir að lágvöruverslunum hefur verið lokað. Laugardagar geta verið innkaupadagar. Lambaskrokkar af nýslátruðu, blóðmör, lifrarpylsa og svínakjöt eru á góðu verði þessa dagana. Og úti um allt má finna tilboð á magnkaupum.
10. Kauptu íslenskan mat
Tími nýsjálenskra nautalunda og humars er búinn og tími hinna íslensku afurða er runninn upp. Með hruni krónunnar verður sífellt hagkvæmara í samanburði við annað að kaupa íslenskt. Hagkvæmt er að kaupa niðurskorna lambaskrokka, hluta af skrokkum, frosið slátur á tilboði eða á sláturmarkaði. Krónan auglýsti nýlega lambaskrokk á 769 krónur kílóið. Sá sem kaupir 6 kílóa skrokk sem bútaður er niður í hluta borgar því fyrir það rúmar 4.600 krónur. Svo kaupir hann 6 kíló af frosnu slátri í Bónus og borgar fyrir það um 2.400 krónur. Að lokum kaupir hann tvo svínabóga sem eru þrjú kíló hvor um sig á tæpar 3 þúsund krónur. Þá er hann kominn með máltíðir sem duga fjögurra manna fjölskyldu í um mánuð. Samhliða þessu er hægt að nýta uppskeru haustsins. Afurðir eins og kartöflur, gulrætur, rófur og blómkál má vel nýta í haustsúpur.
Tekið af http://www.dv.is/frettir/2008/10/3/10-rad-til-ad-spara-milljonir/
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Eldri færslur
- Júlí 2011
- Október 2010
- Apríl 2010
- Júní 2009
- Apríl 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007