Bloggfærslur mánaðarins, nóvember 2007
29.11.2007 | 11:17
Suðurlandsvegur
Fjórir hafa látist í umferðarslysum á Suðurlandsvegi milli Reykjavíkur og Selfoss það sem af er þessu ári. Samkvæmt upplýsingum frá Umferðarstofu er fjöldi banaslysa á Suðurlandsvegi nú í ár langt yfir meðaltali. Þar verða að meðaltali 1,2 banaslys á ári, en þau eru nú sem fyrr segir orðin fjögur talsins. Hlutfall þeirra sem hafa látist í umferðarslysum á Suðurlandsvegi af heildarfjölda þeirra sem látist hafa í bílslysum í ár er 28,8%. Hlutfallið er vanalega um 5%. Þessi texti er tekin af www.dv.is
Í fyrradag var ég á leið til Reykjavíkur um fjögurleitið sem er í sjálfu sér ekki í frásögu færandi, nema þegar nær dregur borginni eykst hálkan og ég ek hægar. Ég stoppa í Litlu kaffistofunni eins og svo oft til að kaupa sykraðar pönnsur handa Hrafninum mínum sem sat rólegur aftur í. Þarna inni var um leið og ég ökumaður söltunarbíls og þar sem verið er að tala um að hálkan, slabbið og snjórin aukist því sem nær dregur borginni þá ákveð ég að blanda mér inn í umræðuna og segi í leiðinni að ég sé að fara einmitt í bæinn að láta setja nagladekkin undir (sem b.t.w voru í bænum) ég sé á nýlegum heilársdekkjum að framan en slitnum að aftan. Bílstjórinn var svo elskulegur og sagði, ég skal bara keyra á undan þér, sem hann og gerir. Bilið milli okkar voru nokkur hundruð metrar og alltaf eykst slabbið og hálkan, fyrir utan að það snjóaði líka heilan helling og birtan úti var erfið, því var svona hvorki dimmt né bjart. Ég vil taka það fram að ég ek um á Peugeot 206, 1999 árgerð.
Á Sandskeiðinu sé ég að það nálgast mig hratt STÓR FLUTNINGABÍLL að mér sýndist malarflutningarbíll, hann er komin alveg í rassgatið á mér og byrjar að blikka ljósunum. Ég hugsa með mér að þetta hljóti að vera einhver sem ég þekki því hann blikkar mig af og til, þarna er ég á ca 60 km hraða sem stundum fór niður í 50 km, sem sagt keyri miðað við aðstæður. Ekki hefði verið séns fyrir mig að fara út í kant því þar var þykkur slabbkantur. Hann heldur áfram að blikka mig og það fer að renna upp fyrir mér að hann er líklegast að reka á eftir mér. Ég finn að ég stressast upp og það vita þeir sem mig þekkja að mikið þarf til að það gerist í akstri því ég keyri fleiri tugaþúsunda kílómetra á ári.
Jæja áfram með söguna, bilið á milli mín og söltunarbílsins var það mikið að fjöldamargir flutningabílar hefðu komist á milli því það dró í sundur með okkur. Fíflíð sem var fyrir aftan mig var nú byrjaður að flauta á mig og blikkaði eins og ætti lífið að leysa, ég ákvað nú að hægja enn meira á mér enda jókst bara snjórinn á veginum og einnig snjókoman þannig að ég sá mjög illa út. Sonur minn litli var að reyna að sjá númerið á bílnum en það tókst ekki því miður, en hann var ekki síður stressaður en ég með þetta skrímsli í rassgatinu á okkur og ljósin blikkandi stöðugt auk þess að hann flautaði á okkur. Svona gekk þetta alla leiðina upp að hringtorgi við Rauðavatn en þá beygði fíflið inn á Breiðholtsleiðina en ég hélt áfram niður í bæ titrandi og skjálfandi, bæði af hræðslu og reiði. Ég dauðsé eftir að hafa ekki elt hann, tekið niður númerið og sparkað í hann þegar hann kæmi út úr bílnum, því ef ég hef einhverntímann á ævinni viljað lúskra á einhverjum þá er það þessi ökufantur. Helvítis fífl sem hann er.
Þarna hefði ég auðveldlega getað panikað það mikið að ég hefði misst stjórn á bílnum því með hann alveg í rassgatinu og mæta öðrum bílum og trukkum í þessu skyggni og færð allaleið af Sandskeiðinu. Af hverju tók þetta &%(/%($(%$&... ekki bara framúr mér því hann hafði mörg tækifæri til þess, til þess var ég m.a að hægja aðeins á mér.
Stundum getur maður verið að blóta ökumönnum fyrir að keyra of hægt og hleypa manni ekki framúr ásamt fleiru, en í dag er ég oft farin að hugsa hverjar geta aðstæður viðkomandi verið? Gæti verið að þetta sé fyrsti ökutúrinn eftir útafkeyrslu eða slyss sem hann hefur lent í, jafnvel dauðaslys og viðkomandi smeykur. Aðgát skal höfð í nærveru sálar svo mikið er víst.
Ef þú lest þetta bílstjóri máttu vita að þú ert algjört fífl að stofna lífi mínu og 6 ára sonar míns í hættu með atferli þínu. Ef ég myndi ná í þig þá máttu vita að ég er ennþá það reið að ég myndi sparka í sköflunginn á þér. Þið flutningabílstjórar getið verið kaldir því slasist sjaldnast líkamlega á þessari leið. Þetta á ekki við um alla, heldur taki þeir til sín sem eiga, þið sem svínið fyrir mann án þess svo mikið að gefa séns með þvi að fara alveg útí kantinn.
Ég man hvernig bíllinn lítur út því hann var hvítur að framan, með gráan tengivagn og fremst á hliðinni á vagninum var hvít auglýsing á að mér sýndist sem var strengt yfir, efst á fremri hlutanum. Ég sá ekki hvað stóð því við vorum að reyna að sjá þetta þegar hann fór út úr hringtorginu.
Tvöföldum Suðurlandsveginn og það strax, það eru farin of mörg mannslíf á þessari leið. Þú veist aldrei hver er næstur..............................................!!!!!!!!!!!!!
Bloggar | Breytt 17.12.2007 kl. 09:16 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
28.11.2007 | 09:22
Hvaða rugl er þetta?
Að hún hafi lagt fram fyrirspurn til núverandi heilbrigðisráðherra finnst mér ekki lýsa miklum gáfum "háttvirts" þingmanns / þingkonu (langar mig þó að benda á að konur eru líka menn)
Litavalið segir sig bara sjálft en þessar feministabxxxxx eru algjörlega að missa sig í jafnréttisbaráttu sinni. Sé ég enga ástæðu til að breyta þessari áratuga hefð. Ég sé fyrir mér hvíta veggi, hvítklætt starfsfólk, hvít sængurver, hvítar innréttingar og nú vill hún breyta einu litunum sem nánast fyrirfinnast á sjúkrahúsum... í hvað? Hvítt þá??
Eignist ég fleiri börn þá vel ég takk fyrir, bleikt eða blátt teppi, bleikt eða blátt armband, bleik eða blá föt á krílið mitt.
Þvílíka bullið og þetta er maður að borga fyrir. Er ekkert annað sem er nauðsynlegra?
Ekki meira blátt og bleikt | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Eldri færslur
- Júlí 2011
- Október 2010
- Apríl 2010
- Júní 2009
- Apríl 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007