Leita í fréttum mbl.is

Sælir eru fátækir!

Sparnaður hefur ekki alltaf verið lausnin á öllum heimsins vandamálum eins og sumt fólk hefur látið frá sér fara. Enda súpa margir seyðið af því þessa dagana að hafa ekki dreift áhættu á fleiri staði eða hreinlega sett sparifé inn á vaxtareikninga sem hafa nú alltaf talist öruggir. Ég vildi ekki vera í þeirra sporum sem hafa verið að ráðleggja fólki með sparifé sitt, hvort sem er bankastarfsmenn, ráðgjafar eða ráðleggingar frá fjölskyldumeðlimum með að "spara - spara - spara" þegar afleiðingar þess eru að fólk er búið að tapa ævisparnaði sínum, lífeyrissjóðsgreiðslum og fleiru sem hefur tekið af launum sínum í mörg ár og fólk hefur bundið vissar vonir, drauma og væntingar við.

Minn pínulitli sparnaður er nú bara inn á bók, ég hef hreinlega ekki efni á því að spara eins og er.  Það má líka njóta lífsins í dag, þó gott sé að sýna fyrirhyggju þá má hún ekki leiðast út í græðgi eins og hjá svo mörgum. Ég veit ekki hvort ég eigi eftir að vera hamingjusamari á mínu ævikvöldi þó ætti 50 - 100 milljónir í bankanum. Hver segir svo að maður lifi nokkuð svo lengi.

Hvað svo? fólk deyr og erfingjar sitja eins og hrægammar og rífast um hvern aur, en enginn vill fá gamla innbúið, það passar ekki inn á flotta, fallega heimili barnanna sem þau hafa kostað fleiri tuga milljóna að endurhanna með aðstoð rándýrra arkitekta. Endirinn er því miður oft sá að börnin talast ekki við það sem eftir er. Margur verður að aurum api.

Ég segi bara... SÆLIR ERU FÁTÆKIR. InLove ég er fátæk kona af veraldlegum eignum en ég á þrjá yndislega, hrausta, klára og skemmtilega stráka og þrjá frændur sem þykir óendanlega vænt um. Það eru ekki allir svo heppnir að hafa fengið þeirra gleði og hamingju að njóta að ganga með og ala barn. Heldur er það ekki sjálfgefið að eignast heilbrigt barn né að þau lifi okkur foreldrana. Margir hafa líka kosið að njóta veraldlegrar hamingju í staðinn eða "óvart" leiðst inn á þá braut af afleiðingum sinna og/eða annarra. Sumt fólk hefur ekki einu sinni kynnst þeirri tilfinningu að elska og vera elskaður, það er fátækt.

Reyndar er ég mjög opin og tilfinningarík manneskja og má ekkert aumt sjá, vil ekki hafa nein leiðindi og læti í kringum mig og vill að öllum líði sem best og séu sáttir. Það hefur frekar háð mér að geta ekki sagt nei og vera alltaf boðin og búin að rétta fram hjálparhönd en það dugar ekki til stundum, það þarf tvo til. Kannski er minn helsti galli sá að ég er fljót upp en þar kemur á móti að ég er jafn fljót niður aftur og vill ræða það sem uppá kom, fyrirgefa og vera fyrirgefið. Ég er alveg manneskja til að viðurkenna mistök mín og reyna að taka á þeim þau ef þess þarf, það veit minn nánasti. Whistling

Langar að segja svo margt fleira en það er ekki við hæfi á opinberum miðli.

Fékk þessa vísu senda í tölvupósti, á helv vel við marga sem ég þekki.

Gulli og perlum að safna sér,
sumir endalaust reyna,
vita ekki að vináttan er,
verðmætust eðalsteina.

Gull á ég ekki að gefa þér
og gimsteina ekki neina.
En viltu muna að vináttan er
verðmætust eðalsteina.


Höf: Hjálmar Freysteinsson, lækni og hagyrðing á Akureyri.

 

Eigið góðan dag!!

sp


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Solveig Pálmadóttir
Solveig Pálmadóttir
Business-legally-blond og rekur ferðaþjónustufyrirtækið Óbyggðaferðir ehf ásamt Unnari Garðarssyni. Viðskiptalögfræðingur frá Háskólanum á Bifröst 2006. Einnig hárgreiðslumeistari og þriggja/fjögurra stráka móðir og hundaeigandi.

33 dagar til jóla

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband