19.9.2008 | 11:34
Sumarið er tíminn!
Ég elska skammdegið, kertaljós, rómantík og kúr.
Sumarið er búið að vera að mestu mjög gott, við erum búin að ferðast nánast hverja helgi frá júlíbyrjun. Landmannalaugar, Bláa Lónið, Veiðivötn, sundlaugina í Þjórsárdal, Hveravelli, Suðursveit í bændagistingu til að sjá flugeldasýningu á Jökulsárlóni, það var magnað. Einnig fórum við Slevoginn yfir í Krísuvík, Skaftafell, Skarfanes og keyra nánast um allar uppsveitir Árnessýslu. Við höfum verið út um alla móa að týna ber, GK segir að sé ómögulegt að fara með mér í berjamó, ég týni allt upp í mig.. það er sko alveg satt, ég vil berin fersk og beint af lynginu. Reyndar höfðum við berjaskyr og rjóma einn sunnudaginn, það var mjög gott. Ég vil ekki "eyðileggja" berin með því að setja sama magn af sykri útí, þó berjasultur séu góðar. Kíkti á Sif og Hjörleif í vikunni og hann gaf mér mjög góða sultu sem hann bjó til úr aðalbláberjum.
Við höfum ekkert farið á aðrar slóðir en Suðurlandið, nema kærastinn fór eina nótt á Vestfirðina með fjölskyldu sinni. Ég fór á Landsmót hestamanna, keyrði heim á hverju kvöldi til að knúsa hann Ég fór einnig í dinner á Hótel Búðum þann 10.júlí með bræðrum mínum og mágkonum, fórum til að fagna afmæli mömmu en þau voru í góðra vina hópi í ferðalagi, með hestana að ríða Löngufjörur. GK var á meðan í sveitinni það kvöld að "sjá um búskapinn" fyrir þau
Annars hef ég farið mikið í sveitina líka, hestbak og ýmislegt fleira.
Þarna er ég á hestbaki út í Þjórsá.
Heima í miðri viku oftast Fallegir "feðgar"
komin í kuldann og rokið í Landmannalaugum
"feðgarnir" að fara að tjalda...ég var nú ekki alveg sátt
mér fannst full hvasst og kalt, en það var nú ekki hlustað á mig
"eldaði" handa mér súpu og sagði mig vera enga útilegumanneskju
í Þjórsárdal að borða nesti, ég smurði nesti allar ferðirnar og bakaði
á leið inní Veiðivötn, yfir ár þarf að fara.
Lækjarhúsum í Suðursveit, þar var frábært að gista. Missti seinni framtönnina þar
hvíldum okkur áður en fórum á flugeldasýningu á Jökulsárlóni
á heimleið stoppuðum við aftur við lónið.
Við Svínafellsjökul að borða nesti og fórum í smá göngu
fallegur snúður í hrikalegu landsslagi, vorum hálf miður okkar vegna þess sem gerðist þarna árið 2007. Þá hurfu tveir þjóðverjar sporlaust, en sagt er að jöklarnir skili öllu sem þeir taka að lokum. Sorglegt.
Skaftafell, ákváðum að ganga að Svartafossi.
GK að kenna þeim stutta að labba í miklum halla, virkar minni halli á myndinni en er.
"feðgarnir" að príla upp í "stúku" við Svartafoss.
komnir í stúkuna... þeir eru bara fyndnir saman. Ná svo vel saman og eru mjög miklir vinir.
að gera stíflu við Svartafoss í Skaftafelli
og þarna eru þeir mættir við Seljalandsfoss (ég hafði af þeim sundlaugarferð því var svo niðursokkin í að lesa tekjur íslendinga í Frjálsri verslun að ég gleymdi að segja hvar ætti að beygja útaf í Seljavallalaug... hehe þeir voru illa pirraðir út í mig.
"Feðgarnir" í berjamó í Fljótshlíðinni.
Hrafninn á´leið í veiðiferð með Munda, Hannesi afa og Hannesi brósa..
Set
inn fleiri
Eldri færslur
- Júlí 2011
- Október 2010
- Apríl 2010
- Júní 2009
- Apríl 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
33 dagar til jóla
Tónlistarspilari
Myndaalbúm
Af mbl.is
Innlent
- Nýr samningur við sjálfstætt starfandi leikskóla
- Yfir 300 stæði fóru undir hraun
- Fullvissa ferðamenn um að hér sé öruggt
- Flogið á milli ljósaskipta
- Beint: Kosningafundur eldri borgara með frambjóðendum
- Tafir á þjónustu vegna ágreiningsmála um þjónustu
- Viðgerðir munu taka nokkra daga
- Boða verkföll í fjórum skólum til viðbótar
Erlent
- Segir að Rússar séu að nota Úkraínu sem tilraunasvæði
- Handtökuskipun á hendur Netanjahú og Gallant
- Leitar á ný mið eftir kolranga könnun
- Mun borða nærri 900 milljóna króna banana
- Skutu langdrægri eldflaug í átt að Úkraínu
- Flækingshundar auka áhuga á pýramídum
- Tveir Danir á meðal ferðamanna sem létust
- John Prescott er látinn
Athugasemdir
Yndislegar myndir, ´þetta hefur verið gott ferðasumar hjá ykkur.
Heyri að þú ert svona á kortinu eins og fleiri en ég veit ekki með þig suma staði á fólk bara að vita hvert það er að fara
Helga Auðunsdóttir, 22.9.2008 kl. 11:05
Já þetta var frábært ferðasumar. Oftast setjumst við upp í bílinn og keyrum "eitthvað" og sjáum svo bara hvar við lendum.
Það er laaangskemmtilegast. Erum reyndar ekki á neinum torfærubíl, en hann fer nú ýmislegt greyið, m.a fáfarna vegaslóða
Solveig Pálmadóttir, 22.9.2008 kl. 12:53
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.