Leita í fréttum mbl.is

Sumarið er tíminn!

Ég elska skammdegið, kertaljós, rómantík og kúr.

Sumarið er búið að vera að mestu mjög gott, við erum búin að ferðast nánast hverja helgi frá júlíbyrjun. Landmannalaugar, Bláa Lónið, Veiðivötn, sundlaugina í Þjórsárdal, Hveravelli, Suðursveit í bændagistingu til að sjá flugeldasýningu á Jökulsárlóni, það var magnað. Einnig fórum við Slevoginn yfir í Krísuvík, Skaftafell, Skarfanes og keyra nánast um allar uppsveitir Árnessýslu.  Við höfum verið út um alla móa að týna ber, GK segir að sé ómögulegt að fara með mér í berjamó, ég týni allt upp í mig.. það er sko alveg satt, ég vil berin fersk og beint af lynginu. Reyndar höfðum við berjaskyr og rjóma einn sunnudaginn, það var mjög gott. Ég vil ekki "eyðileggja" berin með því að setja sama magn af sykri útí, þó berjasultur séu góðar. Kíkti á Sif og Hjörleif í vikunni og hann gaf mér mjög góða sultu sem hann bjó til úr aðalbláberjum.

Við höfum ekkert farið á aðrar slóðir en Suðurlandið, nema kærastinn fór eina nótt á Vestfirðina með fjölskyldu sinni. Ég fór á Landsmót hestamanna, keyrði heim á hverju kvöldi til að knúsa hann Tounge Ég fór einnig í dinner á Hótel Búðum þann 10.júlí með bræðrum mínum og mágkonum, fórum til að fagna afmæli mömmu en þau voru í góðra vina hópi í ferðalagi, með hestana að ríða Löngufjörur. GK var á meðan í sveitinni það kvöld að "sjá um búskapinn" fyrir þau ErrmWink 

Annars hef ég farið mikið í sveitina líka, hestbak og ýmislegt fleira.

a (158)Þarna er ég á hestbaki út í Þjórsá.

a (283) Við Gullfoss

a (289) Hveravöllum

a (321) Heima í miðri viku oftast Wink Fallegir "feðgar"

a (345) komin í kuldann og rokið í Landmannalaugum

a (356) fórum í stutta göngu þar

a (357) "feðgarnir" að fara að tjalda...ég var nú ekki alveg sátt Whistling

a (360)mér fannst full hvasst og kalt, en það var nú ekki hlustað á mig Shocking

a (370) "eldaði" handa mér súpu og sagði mig vera enga útilegumanneskju W00t

a (367) ræða alheimsmálin Grin

a (404) KALT..!!

a (414) í Þjórsárdal að borða nesti, ég smurði nesti allar ferðirnar og bakaði Smile

a (478) Skarfanes um versló

a (484) kósý !InLoveHeartþetta var yndislegt.

a (492)hmm... Blush 

a (505) á leið inní Veiðivötn, yfir ár þarf að fara.

a (530) Þingvöllum

 aa (3) Jökulsárlón

aa (16) Lækjarhúsum í Suðursveit, þar var frábært að gista. Missti seinni framtönnina þar Whistling

 aa (25)hvíldum okkur áður en fórum á flugeldasýningu á Jökulsárlóni

aa (22)Sleeping

aa (31) InLoveHeart say no more!!

aa (36)komin á flugeldasýningu

aa (37) InLove

aa (46)

aa (86) á heimleið stoppuðum við aftur við lónið.

aa (88) Við Svínafellsjökul að borða nesti og fórum í smá göngu

aa (94) fallegur snúður í hrikalegu landsslagi, vorum hálf miður okkar vegna þess sem gerðist þarna árið 2007. Þá hurfu tveir þjóðverjar sporlaust, en sagt er að jöklarnir skili öllu sem þeir taka að lokum. Sorglegt.

aa (99)Skaftafell, ákváðum að ganga að Svartafossi.

aa (110)GK að kenna þeim stutta að labba í miklum halla, virkar minni halli á myndinni en er.

aa (113)"feðgarnir" að príla upp í "stúku" við Svartafoss.

aa (114) komnir í stúkuna... þeir eru bara fyndnir saman. Ná svo vel saman og eru mjög miklir vinir.

aa (142) að gera stíflu við Svartafoss í Skaftafelli

aa (154)og þarna eru þeir mættir við Seljalandsfoss (ég hafði af þeim sundlaugarferð því var svo niðursokkin í að lesa tekjur íslendinga í Frjálsri verslun að ég gleymdi að segja hvar ætti að beygja útaf í Seljavallalaug... hehe þeir voru illa pirraðir út í mig.

aa (157) "Feðgarnir" í berjamó í Fljótshlíðinni.

aa (164)Hrafninn á´leið í veiðiferð með Munda, Hannesi afa og Hannesi brósa..

Set

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

inn fleiri

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Auðunsdóttir

Yndislegar myndir, ´þetta hefur verið gott ferðasumar hjá ykkur.

Heyri að þú ert svona á kortinu eins og fleiri  en ég veit ekki með þig suma staði á fólk bara að vita hvert það er að fara

Helga Auðunsdóttir, 22.9.2008 kl. 11:05

2 Smámynd: Solveig Pálmadóttir

Já þetta var frábært ferðasumar. Oftast setjumst við upp í bílinn og keyrum "eitthvað" og sjáum svo bara hvar við lendum. 

Það er laaangskemmtilegast.  Erum reyndar ekki á neinum torfærubíl, en hann fer nú ýmislegt greyið, m.a fáfarna vegaslóða  

Solveig Pálmadóttir, 22.9.2008 kl. 12:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Solveig Pálmadóttir
Solveig Pálmadóttir
Business-legally-blond og rekur ferðaþjónustufyrirtækið Óbyggðaferðir ehf ásamt Unnari Garðarssyni. Viðskiptalögfræðingur frá Háskólanum á Bifröst 2006. Einnig hárgreiðslumeistari og þriggja/fjögurra stráka móðir og hundaeigandi.

271 dagur til jóla

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband