Færsluflokkur: Bloggar
13.4.2007 | 07:32
fleiri nefndir??
Nefnd skoðar mögulega tilfærslu í málefnum aldraðra | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
7.4.2007 | 17:35
Maritime Law - Greece
Það hefði verið gaman að heyra hvað Professor Emer. A. Kiantou-Pampouki gamla, kennarinn minn í Maritime Law í háskólanum í Thessaloniki hefði að segja um þetta slys. Hér á íslandi hefði hún verið komin á eftirlaun fyrir ca 20 árum síðan, en að sitja hjá henni í tímum og hlusta á hana var hrein snilld, hún var hafsjór af upplýsingum... kannski ég grafi upp glósurnar mínar og lesi þær yfir.
En þetta er hræðilegt slys og hefði getað farið mikið verr en fór.
Góða páska og gangið hægt um gleðinnar dyr!!
Yfirmenn sokkins farþegaskips ákærðir fyrir vanrækslu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
25.3.2007 | 12:51
Ritstífla!!
Þar sem ritstífla á háu stigi er að hrjá mig þessa dagana þá langar mig að birta hér kafla úr bloggi sem ég rakst á og vona ég að viðkomandi lögsæki mig ekki
Mér fannst þetta bara eins og talað frá mínu hjarta og ákvað að birta þetta hér....
,,Ég er oftast önnum kafinn og starfsglaður. Stundum set ég met í glaðværð og fjöri. Þrátt fyrir alla starfsönn og áhyggjur sækja þó að mér leiðindaköst annað veifið. Og þrátt fyrir allan sjálfsaga sækja að mér efi og kvíði við og við. Þetta veldur mér hins vegar engum geðbrigðum því að ég er orðinn manninum kunnugur og þekki þær tilfinningar sem honum stjórna.
Ég er með öðrum orðum nokkuð heilbrigður maður og lánast oftast hið vandasama verk að höndla hamingjuna."
En í fréttum er þetta helst að leiðin liggur í borg óttans að skutla yngsta fjölskyldumeðliminum í afmæli hjá Tona Benna frænda hans. Við parið hljótum að finna okkur eitthvað til að bardúsa á meðan, nóg er hægt að gera. Stundum er bara svo gott að fá að vera bara tvö.
Eigið góðan dag
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
21.3.2007 | 15:35
Fyrirmynd
Það hefði mátt taka þessi vinnubrögð til fyrirmyndar þegar verið var að tæma allt hjá varnarliðinu upp á velli. Heilu bústlóðunum hent, ásamt matvöru... sorglegt. Skynsamlegast hefði verið að hafa uppboð og gefa ágóðan til líknarmála hér á landi.
Gefa innréttingar úr húsum sem á að rífa | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
21.3.2007 | 08:40
Dúddamía!
Indjánahöfðingjar og fyrrverandi geimfari í 1.200 metra hæð yfir Miklagljúfri | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
16.3.2007 | 10:10
Birta mynd!
Væri nú örugglega gott að fá mynd af umræddum lömpum.
Hættulegir lampar innkallaðir | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
9.3.2007 | 00:34
ósmekklegt!!
Ég ákvað að setja hér inn komment sem ég ritaði á bloggið hjá ágætum manni, Eyþóri nokkrum Arnalds. Ég gat ekki orða/skrifa bundist þar sem ég var jafnhneyksluð og hann á ákveðnu máli... umræðuefnið er fermingarbæklingurinn frá Smáralind og þau ósmekklegu og ógeðfelldu skrif á bloggsíðu dr.Kolbeins, þó þau ummæli hafi verið fjarlægð af upphaflegri síðu er skaðinn skeður og verður ekki aftur tekin. Menn halda því fram að hún sjái eftir skrifum sínum og iðrist, þess vegna hafi hún fjarlægt grein sína, ég hef bara hvergi séð það koma fram frá henni að hún hafi gert mistök. Menn eru að verja skrifa hennar fyrir pólítíkina og koma einhversskonar sök óbeint yfir á Eyþór því hann birtir þessi ógeðfeldu skrif hennar á sinni síðu. Kannski þeir menn séu flokksbræður dr.Kolbeins - hvur veit? Ég get ekki með nokkru móti lesið KLÁM út úr þessari mynd.. er allt orðið klám í dag? Má ég ekki fara út í búð á háhæluðum skónum mínum og beygja mig eftir barninu mínu - er það klám? Ja-hvur veit!! Mér finnst hreinlega eins og allt sé að verða vitlaust á þessu litla landi okkar.
Hér kemur pistillinn minn:
Ég held að sá ágæti doktor sem ritar þessa grein ætti að hafa í heiðri og virða ágætan málshátt sem hljóðar svo -Aðgát skal höfð í nærveru sálar-
Væri ég foreldri þessarar ungu stúlku sem um ræðir, væri ég búin að leita lögfræðingsálits og ath rétt hennar. Þetta er ung stúlka á viðkvæmum aldri, að vinna sína vinnu að sitja fyrir í auglýsingu fyrir Smáralind, sem eflaust henni hefur þótt spennandi og skemmtilegt.
Síðan kemur einhver feministabelja (eins og Bo segir í textanum) og lætur út úr sér þvílíkt viðbjóðslega samlíkingu -Á forsíðunni má sjá unga stúlku á háum hælum í velþekktri stellingu úr klámmyndum. Hún er tilbúin til þess að láta taka sig aftan frá. Með munninn opinn býður hún lesendum af karlkyni að setja skaufa sína upp í sig.
Þetta lýsir best hugarórum þess einstaklings sem ritar svona draumórakennda setningu, allavega hef ég ekki þetta hugmyndarflug, né langanir. Frá mínum bæjardyrum séð sé ég ekkert athugavert þó á þessari auglýsingu sé stúlkan að beygja sig eftir bangsa og jú, ungar stúlkur ganga líka í háhæluðum skóm.
Það skyldi þó ekki vera að einstaklingar sem hugsi á þennan hátt og sjái kynferðislegt út úr hverji stellingu séu í kynlífssvelti - maður spyr sig!
Sofið rótt
Bloggar | Breytt s.d. kl. 00:40 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
7.3.2007 | 09:30
Einmitt!!
Og hver gleymdi að tilkynna þau mannréttindabrot sem eiga sér stað gagnvart öldruðum á þessu góða Íslandi??? mar spyr sig.
Mannréttindi almennt virt á Íslandi samkvæmt nýrri skýrslu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 09:31 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
2.3.2007 | 00:03
Meðvindur!
Í morgun lögðum við af stað kát og glöð í skapi, ég og minn yngsti sem er nýorðin 6 ára. Var ferðinni heitið til Keflavíkur að hitta vinkonu og í framhaldi af þeirri heimsókn til Sandgerðis, fyrst maður væri nú á Suðurnesjunum á annað borð, öðruvísi en að vera á leið upp á flugvöll ákvað ég að "slá tvær heimsóknir í einu höggi"
Sólin var lágt á lofti og kuldinn skar inn í hvert bein þegar ég dældi bensíni á eðalvagninn hér á Selfossi. Við lögðum af stað um tíu leitið með nammi og öl, horfðum upp á Ingólfsfjall og sáum sandinn renna, eða hálfpartinn fjúka niður hlíðarnar og undruðumst hvernig ýturnar kæmust uppá fjallið á hverjum morgni og aftur niður á kvöldin. Þvílíkur bratti...
Við rennum framhjá Kögunarhól og horfðum á krossana sem reystir voru ekki fyrir svo löngu síðan.. og ræddum aðeins um þá. Ég sé að bíll er að lummast út á veginn doldið frá og ég held mínum hraða. Skyndilega sé ég bíl koma nánast uppúr jörðinni við afleggjarann upp að Efstalandi og blá ljós blikkandi upp á toppi á honum, um leið og ég renni brosandi blíðlega framhjá honum þá bendir hann mér á að stoppa... hmm.. ég að stoppa, ohhh...hann hefur tekið eftir því að bíllinn átti að fara í endurskoðun á síðasta ári
Ég stoppa og til mín labbar maður í júníformi og segir að hann sé að stoppa mig fyrir of hraðan akstur, "what!!!! ég of hratt, það getur ekki verið". Eiginlega hætti ég að keyra hratt fyrir tveimur árum síðan þegar búið var að stoppa mig í sjöunda skiptið á leiðinni Bifröst-Reykjavík-Selfoss-sveitin mín.. og það tvisvar sama daginn í eitt skiptið. En alltaf játaði ég brot mín...
Hann biður mig að koma inn í bíl og hafa ökuskírteinið með, ég segi þeim stutta að bíða á meðan, um leið og ég gramsa í veskinu og hugsa að ég ætlaði fyrir löngu að vera búin að endurnýja helv skírteinið, eg er eins og herfa á myndinni, gæti verið ca 20 árum eldri en ég er í dag, samt er myndin um 10 ára gömul.... Ég sest inn í bíl hjá honum, um leið og hann segir að hljóð og myndupptaka sé í gangi ákvað ég að þegja sem mest og vera með sólgleraugun og halda helst sem mest fyrir andlitið að öðru leiti, svara með já eða nei.... Hann segir mig hafa verið á 107 km hraða, "HUNDRAÐ OG SJÖÖÖÖ... " "það getur ekki verið" segji ég.. hann spyr hvort ég játi brotið, neiti eða vilji ekki tjá mig um það.... ég segist sko ekki vilja tjá mig um það, en þá fékk ég óvænta munnræpu, þó væri búin að segja í "vitna" viðurvist að ætlaði ekki að tjá mig, en ég var orðin fúl...Ég sagði: "Pussan!! ég hélt bara að hún kæmist ekki svona hratt lengur, sérðu ekki að það er meðvindur maður,það er ástæðan?? hundrað og sjö?? það er alveg sautján kílómetrum yfir hámarkshraða, það er nú ekki svo mikið....oh ég held þú ættir að einbeita þér að ofsa-akstursmönnum, ekki svona húsmæðrum á rúntinum" en hann hélt bara áfram að skrifa, ég reyndi að fela mig bakvið hauspúðann til að detta út úr mynd en ekkert gekk, ég skammaðist mín smá fyrir að hafa sagt þetta við hann, enda segja víst allir það sama þegar eru stoppaðir. Ég var látin kvitta og tók sko ekki vettlingana af mér og þakkaði fyrir og hann sagði mér að fara varlega. Það er nú bara ekki annað hægt, en að fara varlega á pussunni, því um leið og maður er komin eitthvað yfir hundrað, ca hundrað og tíu þá ætlar hún að hristast í sundur.
En allavega til Keflavíkur og Sandgerðis komst ég og aftur heim á Selfoss í kvöld.. og eitt skal ég upplýsa hér, að meðalhraði minn var 89, báðar leiðir enda með rukkun upp á 15.000 í framsætinu við hliðina á mér, 25% afsláttur ef ég greiddi á staðnum með korti eða innan mánaðar...
Mér leið eins og Jónasi og fjölskyldu á heimleiðinni, því maður er bara fyrir á þjóvegum landsins á löglegum hraða, því hef ég tekið eftir sl tvö árin, þó keyri ég nú oftast á 100, fer helst ekki upp fyrir það... jú, þegar er meðvindur
Sofið rótt
Bloggar | Breytt s.d. kl. 00:04 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Eldri færslur
- Júlí 2011
- Október 2010
- Apríl 2010
- Júní 2009
- Apríl 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007