Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, mars 2008

Ég er í fýlu!

Já og það mikilli, sár og svekkt út í sjálfa mig.

Vinkona mín átti miða á sálartónleikana í gærkvöld og bauð mér... en ég félagsskíturinn þáði það ekki. Þrátt fyrir margar hringingar hennar og hvatningu frá kærastanum þá fór ég ekki. Angry´

Svo auðvitað endaði með að hún lét mig vita að mágkona mín (systir GK míns) færi í staðinn þá varð ég nú rólegrii því hún þessi elska fer aldrei neitt og er ein af flottustu konum landsins. Nei takk, þær hringdu í mig ca 20 sinnum til að láta mig vita hvað væri gaman, fyrst þegar voru heima hjá einni þeirra að skála í kampavín og svo á leiðinni í bílnum... svo versnaði það þegar þær stóðu við sviðið og hringdu ca 10 sinnum þar til að láta mig vita af hverju ég væri að missa. Woundering

En ég var heima að knúsa kærastann sem var MIKLU SKEMMTILEGRA.. og hafið það!! InLoveInLove

Díana Bjarna ástkæra vinkona mín, takk fyrir að bjóða mér.

Auður Ögn yndislega krútt, ég kem fljótlega í kampavín með kjellunum.

Raggý elskuleg mágkona mín, ég er glöð að þú skyldir grípa tækifærið og drífa þig af stað.

Love you all...!!!

 

En eitt að lokum, hafið þið lesendur spáð í allar flottu konurnar og karlana sem eru best geymda leyndarmál landsins?? Segi svona.....!!

Er farin til Rvíkur ... í FÝLU fyrir allan peninginn.

Eigið góðar stundir. Solla fýlupúki. Halo


Stíflan hleðst upp, þangað til einn daginn vonandi! :o)

Sæll, eigum við að ræða þig eitthvað? Nei ég held ekki..!! Haft ítrekað eftir Næturvaktarsjúkum syni mínum, 7 ára. En mér líst lítið á spá mína í dag. Shocking 

Hvaða skrímsli/mús ætli fari með valdið?? detta fáir í hug. Hmmm..... Woundering

 

LjónLjón: Nú er mál að standa upp á móti yfirþyrmandi valdinu. Settu þér mörk og neitaðu að láta ganga yfir þig. Þú kemst að því að skrímslið er bara mús.

Þetta fer að verða spennandi. WounderingWounderingShockingWoundering


Höfundur

Solveig Pálmadóttir
Solveig Pálmadóttir
Business-legally-blond og rekur ferðaþjónustufyrirtækið Óbyggðaferðir ehf ásamt Unnari Garðarssyni. Viðskiptalögfræðingur frá Háskólanum á Bifröst 2006. Einnig hárgreiðslumeistari og þriggja/fjögurra stráka móðir og hundaeigandi.

33 dagar til jóla

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband