7.5.2008 | 13:45
Ferming
Síðastliðin sunnudag áttum við fjölskyldan yndislegan dag. Þann dag fermdist Hannes sonur minn í Skarðsirkju í Landssveit. Séra Halldóra sá um athöfnina en auk hans fermdust Vésteinn yngsti sonur Halldóru og Hjörvar systursonur hennar búsettur á Ísafirði.
Við héldum veisluna í Brúarlundi sem var fallega skreyttur af okkur og svignuðu borð undan kræsingum sem framleidd voru af mér, pabbanum, mömmu, Sibbu ömmu fermingabarnsins, vinkonum mínum og lagtertan var frá ömmu minni. Kransakakan var frá Jóa Fel og var hún alveg meiriháttar, bragðgóð og falleg, einnig pantaði ég snjóhvítt marsipan hjá honum sem kom virkilega vel út á sjálfri fermingakökunni sem vinkonur mínar bökuðu og ég hjálpaði svo til við að skreyta og skrifa á. Ég ákvað að hafa núgatfrómas sem kom mjög vel út.
Hannes minn stóð sig mjög vel, var ófeimin og kurteis. Ég er ekki frá því að hann hafi nú elst og þroskast dálítið þennan dag J
Eldri færslur
- Júlí 2011
- Október 2010
- Apríl 2010
- Júní 2009
- Apríl 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
Athugasemdir
Þetta var frábær dagur í alla staði fyrir okkur sem stóðum að fermingarbörnunum.
Og þeir voru svo sannarlega fallegir þessir þrír - báru sig vel og mannalega, fóru skýrt og skorinort með orðin sín við altarið.
Myndarstrákur hann Hannes. Hjartanlegar hamingjuóskir með drenginn.
Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir, 7.5.2008 kl. 22:39
Til hamingju með strákinn.
Helga Auðunsdóttir, 9.5.2008 kl. 07:27
Til hamingju með strákinn.
Hafdís (IP-tala skráð) 13.5.2008 kl. 15:33
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.