2.3.2007 | 00:03
Meðvindur!
Í morgun lögðum við af stað kát og glöð í skapi, ég og minn yngsti sem er nýorðin 6 ára. Var ferðinni heitið til Keflavíkur að hitta vinkonu og í framhaldi af þeirri heimsókn til Sandgerðis, fyrst maður væri nú á Suðurnesjunum á annað borð, öðruvísi en að vera á leið upp á flugvöll ákvað ég að "slá tvær heimsóknir í einu höggi"
Sólin var lágt á lofti og kuldinn skar inn í hvert bein þegar ég dældi bensíni á eðalvagninn hér á Selfossi. Við lögðum af stað um tíu leitið með nammi og öl, horfðum upp á Ingólfsfjall og sáum sandinn renna, eða hálfpartinn fjúka niður hlíðarnar og undruðumst hvernig ýturnar kæmust uppá fjallið á hverjum morgni og aftur niður á kvöldin. Þvílíkur bratti...
Við rennum framhjá Kögunarhól og horfðum á krossana sem reystir voru ekki fyrir svo löngu síðan.. og ræddum aðeins um þá. Ég sé að bíll er að lummast út á veginn doldið frá og ég held mínum hraða. Skyndilega sé ég bíl koma nánast uppúr jörðinni við afleggjarann upp að Efstalandi og blá ljós blikkandi upp á toppi á honum, um leið og ég renni brosandi blíðlega framhjá honum þá bendir hann mér á að stoppa... hmm.. ég að stoppa, ohhh...hann hefur tekið eftir því að bíllinn átti að fara í endurskoðun á síðasta ári
Ég stoppa og til mín labbar maður í júníformi og segir að hann sé að stoppa mig fyrir of hraðan akstur, "what!!!! ég of hratt, það getur ekki verið". Eiginlega hætti ég að keyra hratt fyrir tveimur árum síðan þegar búið var að stoppa mig í sjöunda skiptið á leiðinni Bifröst-Reykjavík-Selfoss-sveitin mín.. og það tvisvar sama daginn í eitt skiptið. En alltaf játaði ég brot mín...
Hann biður mig að koma inn í bíl og hafa ökuskírteinið með, ég segi þeim stutta að bíða á meðan, um leið og ég gramsa í veskinu og hugsa að ég ætlaði fyrir löngu að vera búin að endurnýja helv skírteinið, eg er eins og herfa á myndinni, gæti verið ca 20 árum eldri en ég er í dag, samt er myndin um 10 ára gömul.... Ég sest inn í bíl hjá honum, um leið og hann segir að hljóð og myndupptaka sé í gangi ákvað ég að þegja sem mest og vera með sólgleraugun og halda helst sem mest fyrir andlitið að öðru leiti, svara með já eða nei.... Hann segir mig hafa verið á 107 km hraða, "HUNDRAÐ OG SJÖÖÖÖ... " "það getur ekki verið" segji ég.. hann spyr hvort ég játi brotið, neiti eða vilji ekki tjá mig um það.... ég segist sko ekki vilja tjá mig um það, en þá fékk ég óvænta munnræpu, þó væri búin að segja í "vitna" viðurvist að ætlaði ekki að tjá mig, en ég var orðin fúl...Ég sagði: "Pussan!! ég hélt bara að hún kæmist ekki svona hratt lengur, sérðu ekki að það er meðvindur maður,það er ástæðan?? hundrað og sjö?? það er alveg sautján kílómetrum yfir hámarkshraða, það er nú ekki svo mikið....oh ég held þú ættir að einbeita þér að ofsa-akstursmönnum, ekki svona húsmæðrum á rúntinum" en hann hélt bara áfram að skrifa, ég reyndi að fela mig bakvið hauspúðann til að detta út úr mynd en ekkert gekk, ég skammaðist mín smá fyrir að hafa sagt þetta við hann, enda segja víst allir það sama þegar eru stoppaðir. Ég var látin kvitta og tók sko ekki vettlingana af mér og þakkaði fyrir og hann sagði mér að fara varlega. Það er nú bara ekki annað hægt, en að fara varlega á pussunni, því um leið og maður er komin eitthvað yfir hundrað, ca hundrað og tíu þá ætlar hún að hristast í sundur.
En allavega til Keflavíkur og Sandgerðis komst ég og aftur heim á Selfoss í kvöld.. og eitt skal ég upplýsa hér, að meðalhraði minn var 89, báðar leiðir enda með rukkun upp á 15.000 í framsætinu við hliðina á mér, 25% afsláttur ef ég greiddi á staðnum með korti eða innan mánaðar...
Mér leið eins og Jónasi og fjölskyldu á heimleiðinni, því maður er bara fyrir á þjóvegum landsins á löglegum hraða, því hef ég tekið eftir sl tvö árin, þó keyri ég nú oftast á 100, fer helst ekki upp fyrir það... jú, þegar er meðvindur
Sofið rótt
Eldri færslur
- Júlí 2011
- Október 2010
- Apríl 2010
- Júní 2009
- Apríl 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
Athugasemdir
Hva... löggan bara komin með posa? Ökum varlega
kv Skottið
Hamingjuskott (IP-tala skráð) 4.3.2007 kl. 20:00
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.