Leita í fréttum mbl.is

o vs ó

Tölvupóstur sem ég fékk í morgun, ég er greinilega stórsvindlari sem kem ekki fram undir réttu nafni Bandit

Ágæti bloggari.
Nafnið sem þú gefur upp á blogginu þínu er ekki það sem sama og skráð er í Þjóðskrá. Í henni er skráð nafnið Sólveig Pálmadóttir. Vegna þeirra breytinga sem fyrirhugaðar eru um áramótin á blog.is getur þú því ekki bloggað um fréttir mbl.is nema að þetta nafn sé birt sem nafn ábyrgðarmanns á blogginu þínu. Auk þess birtast bloggfærslur ekki á forsíðu blog.is nema nafnið sér birt.
Ef ábyrgðarmaður er birtur, má sjá hann með því að smella á mynd af höfundi, sem alla jafna má finna í dálkinum Um höfundinn á bloggi viðkomandi.
Smelltu hér til að birta Sólveig Pálmadóttir sem ábyrgðarmann bloggsins þíns.
Ábyrgðarmann má einnig birta og fela að vild efst á síðunni Stjórnborð --> Stillingar --> Um höfund. Rétt er að ítreka að sé ábyrgðarmaður ekki birtur getur þú hvorki bloggað um fréttir né birtast bloggfærslur þínar á forsíðu blog.is.
Kveðja, blog.is


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðrún Þorleifs

Ég er svona afbrotagemill líka. Bara verri. Set ekki inn S fyrir millinafn og sleppi dóttir. Agalegt

Guðrún Þorleifs, 30.12.2008 kl. 12:45

2 identicon

Ég lenti í þessu líka. Virðist vera nafnleysinginn Carlos Ferrer en á að vera Carlos Ari Ferrer.

Carlos Ferrer (IP-tala skráð) 30.12.2008 kl. 13:09

3 Smámynd: Solveig Pálmadóttir

Jiminn ætli við verðum sótt til saka fyrir þetta svindl  

En þarna sá ég ástæðu til að skrá nafn mitt loksins rétt í þjóðskrá, því ég var með mikilli áherslu skírð Solveig en einhversstaðar á leiðinni til hagstofu hefur komman bæst við ..hehe...!! Ágætt að leiðrétta þetta eftir 42 ár

Gleðilegt ár!

Solveig Pálmadóttir, 1.1.2009 kl. 02:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Solveig Pálmadóttir
Solveig Pálmadóttir
Business-legally-blond og rekur ferðaþjónustufyrirtækið Óbyggðaferðir ehf ásamt Unnari Garðarssyni. Viðskiptalögfræðingur frá Háskólanum á Bifröst 2006. Einnig hárgreiðslumeistari og þriggja/fjögurra stráka móðir og hundaeigandi.

243 dagar til jóla

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband