Leita í fréttum mbl.is

Ekki sami hópur!!

Ég skil nú bara ekki af hverju verið er að setja aldraða og öryrkja í sama flokk. Þetta er gjörólíkur þjóðfélagshópar með sitthvora þjónustuþörf að mörgu leiti.

 

Barátta þessara tveggja hópa snýst um svo mikið meir en kjör, þó báðir eigi það augljóslega sameiginlegt að vilja leiðrétta kjör og aðbúnað lífeyrisþega á landinu eins og fram kemur í stefnu framboðsins, enda ekki vanþörf á. Þá tel ég þetta ekki vera réttu leiðina til að vekja athygli á málsstað sínum.

 

Geri ég alls ekki lítið úr þeirra áherslum en mín skoðun er sú að þeir eigi alls ekki að standa í framboði saman, einir og sér. Þessir hópar eiga að vinna af krafti innan stjórnmálaflokkanna. Má meðal annars nefna að Samfylkingin ásamt samtökunum 60+ hafa verið að funda um landið, hafa hinir flokkarnir eflaust á stefnuskrá sinni að bæta hag aldraðra og öryrkja. En eitt er víst, það er að ljóst er að fremur er framkvæmda þörf en fleiri nefndarskipana þar sem málefni aldraðra hafa margoft verið rannsökuð. Aðgerða er þörf, komin er tími á aðgerðir.

 

Ég vil fá að sjá embætti umboðsmanns aldraðra stofnað og það sem allra fyrst. Þeir sem vilja fá að lesa rökstuðning minn fyrir ofangreindu geta sett sig í samband við mig, því Bs ritgerð mín fjallar um réttarstöðu aldraðra og er hún til sölu á vænan pening Wink, nú eða lesið tölublað Dagskrárinnar á Selfossi sem mun verða dreift nk fimmtudag. Mun birtast smá pistill eftir mig í næstu tveimur til þremur tölublöðum þar sem ég hef mikinn áhuga á málefnum aldraðra sem lúta að mannréttindum, eða öllu heldur mannréttindabrotum gagnvart þeim, oft af hálfu stjórnvaldsins.

 

Ég er ekki komin á aldur og tilheyri ekki hópi öryrkja, eitt er víst að enn eru 26 og 1/2 ár þar til ég tilheyri hópi aldraðra, m.v 1. tl. 2. gr. laga nr. 125/1999,  því breytir engin. En það er á hreinu að engin veit hvað morgundagurinn ber í skauti sér.

 

Sofið rótt

 

 

 


mbl.is Stefnt að stofnun nýs stjórnmálaafls: Áherslum í samfélaginu verði breytt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Solveig Pálmadóttir
Solveig Pálmadóttir
Business-legally-blond og rekur ferðaþjónustufyrirtækið Óbyggðaferðir ehf ásamt Unnari Garðarssyni. Viðskiptalögfræðingur frá Háskólanum á Bifröst 2006. Einnig hárgreiðslumeistari og þriggja/fjögurra stráka móðir og hundaeigandi.

270 dagar til jóla

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband